2. desember 2009

Kveikt á jólatré við Flóaskóla

Miðvikudaginn 2. desember var kveikt á jólatré Flóaskóla.  Það var Sunna Skeggjadóttir, nemandi í 5. bekk, sem kveikti á trénu. 
1. desember 2009

Bakað og matreitt í 90 ár

Kvenfélag Villingaholtshrepps gaf á dögunum út uppskriftabókina Bakað og matreitt í 90 ár. Í bókinni má finna um 120 uppskriftir frá 25 konum félagsins, en einnig eru í bókinni nokkrar áratuga gamlar uppskriftir frá kvenfélagskonum fyrri ára.

30. nóvember 2009

Vegaxlir við Flóaveg

Eins og vegfarendur hafa tekið eftir, hafa vasar eða vegaxlir verið settar á tvo staði við Flóaveg, annars vegar við afleggjarann að Þingborg og hins vegar við afleggjarann að Langholti. Ekki náðist að klæða vasann á móts við Langholtsveg en stefnt er að því að gera það um leið og slitlag verður lagt á Langholstveginn næsta vor.

30. nóvember 2009

Bólusetningar

Bændur í Flóahreppi eru minntir á að láta bólusetja sauðfé sitt við garnaveiki.
Einnig eru íbúar minntir á að láta ormahreinsa hunda sína og ketti.

27. nóvember 2009

Ingó Veðurguð í Flóaskóla

Fótbolta- og tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó, kom í heimsókn í Flóaskóla í vikunni.  Hann söng með krökkunum og spilaði á gítarinn og spjallaði m.a. um eineltismál við nemendur í 5.-8. bekk.  Ingó er einn af þeim sem taka þátt í átaki samtakanna Heimili og skóli gegn einelti í grunnskólum.  Nemendur skemmtu sér vel með Ingó sem náði vel til þeirra í gegnum sönginn, en þau hafa einmitt sungið mörg laga hans í samsöngsstund í skólanum.

22. nóvember 2009

Gaulverjabæjarkirkja 100 ára

Sunnudaginn 22. nóvember hélt sóknarnefnd Gaulverjabæjarsóknar upp á 100. kirkjudag Gaulverjabæjarkirkju með hátíðarmessu. 
19. nóvember 2009

Sorpflokkun

Nú er rétt ár liðið frá því að Flóahreppur fór af stað með þriggja tunnu flokkun í sveitarfélaginu. Innleiðing kerfisins gekk vel og voru íbúar afar jákvæðir og áhugasamir um flokkunina. Flóahreppur var fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli á landinu sem bauð upp á að sækja endurvinnanlegt og lífrænt heimilissorp á öll heimili í sveitarfélaginu.
15. nóvember 2009

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Skipulags-og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps er á Laugarvatni. Þar starfa sex manns. Fimm þeirra má sjá á myndinni en þau eru talið frá vinstri: Sigríður Tómasdóttir skrifstofustjóri, Helgi Kjartansson byggingarfulltrúi, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi, Guðmundur Böðvar Böðvarsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Sigríður Jóna Mikaelsdóttir ritari. Á myndina vantar Elísabetu Dröfn Erlingsdóttur, aðstoðarmann skipulagsfulltrúa.
http://www.sveitir.is/byggingarfulltrui/
15. nóvember 2009

Félagsmálafulltrúi

Sveitarstjórn og starfsfólk skrifstofu fór í heimsókn föstudaginn 13. nóvember til félagsmálafulltrúa og skipulags-og byggingarfulltrúa og skoðaði aðstöðu embættanna.
Vel var tekið á móti gestunum á báðum stöðum, farið yfir helstu störf og það sem ber hæst þessa dagana.
http://www.sveitir.is/felagsmalastjori/