29. maí 2011

Gjöf til Þingborgar

Stefán Guðmundsson í Túni færði félagsheimilinu Þingborg málverk að gjöf fyrir hönd systur sinnar, Unnar Guðmundsdóttur.

26. maí 2011

Héraðsmót í stafsetningu

Starfsíþróttanefnd HSK stendur fyrir héraðsmóti í stafsetningu sunnudaginn 29. maí. Fer mótið fram í Flóaskóla og hefst kl. 13:30.
24. maí 2011

Búbót í Gömlu Þingborg

Föstudaginn 27. maí opna Gauti og Guðbjörg, bændur á Læk í Flóa, nýja verslun með sunnlenskar landbúnaðarafurðir.
22. maí 2011

Öskufall frá Grímsvötnum

Til upplýsinga vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum er íbúum bent á vef Almannavarna Ríkisins, http://www.almannavarnir.is/
18. maí 2011

Samið um skólaakstur

Skrifað var undir samning um skólaakstur í Flóaskóla, Flóahreppi mánudaginn 16. janúar s.l. Þetta er í fyrsta skipti sem ekki verður keyrt með nemendur úr Flóahreppi á Selfoss því öllum bekkjardeildum grunnskóla verður kennt í Flóaskóla frá og með næsta hausti.

18. maí 2011

Varmadæluvefur

Orkusetur heldur úti vef um varmadælur. Varmadælur geta lækkað raforkureikning íbúa á rafhituðum svæðum verulega. Vefinn má finna á eftirfarandi slóð:  http://www.orkusetur.is/varmadaelur

12. maí 2011

Sumarið er tíminn

Þórdís Bjarnadóttir, leikskólakennari í Krakkaborg kemur gjarna til vinnu á mótorfák þegar sólin hækkar á lofti.
Hún býr á Árbergi við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og fyrsti mótorhjóladagur þessa árs var í dag, 12. maí.

11. maí 2011

Æskulýðsnefnd Sleipnis

Á Sunnlenskum sveitadögum síðastliðinn laugardag var Æskulýðsnefnd Sleipnis með teymingar undir börnum á athafnasvæði Jötunvéla.

Teymt var undir börnum frá kl. 13 – 17 og voru farnar yfir 700 ferðir á tímabilinu.

Æskulýðsnefnd Sleipnis þakkar öllum sem að verkefninu komu fyrir veitta aðstoð.

10. maí 2011

Stefnumótun skólamála

Bent er á að hugmyndum íbúa vegna stefnumótunarvinnu í tengslum við skólamál er enn hægt að koma á framfæri með því að senda þær í merktu umslagi sem fylgdi með beiðni fræðslunefndar.