3. maí 2011

Sameiginleg félagsþjónusta

Samstarfssamningur um sameiginlega félagsþjónustu í Hveragerði, Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi var undirritaður af fulltrúum sveitarfélaganna á Flúðum í gær, 2 maí.

28. apríl 2011

Verndarengill

Þessi álft beið húsbónda síns á meðan hann fundaði í Þingborg. Álftin vakti verðskuldaða athygli hjá nemendum og starfsmönnum leikskóla, svo og starfsmönnum skrifstofu Flóahrepps sem tóku þessa mynd af henni. Hún vaktaði bíl húsbónda síns og gaf sér varla tíma til að þiggja brauðbita sökum anna við að stugga frá forvitnu fólki og óvelkomnum bílum.
21. apríl 2011

Siggi í Hamarskoti fyndnastur

Sigurður Ingi Sigurðsson, hænsnabóndi með meiru í Hamarskoti í Flóahreppi, er fyndnasti maður Suðurlands 2011.

19. apríl 2011

Páskasýning í Húsinu

Veggteppin og klæðið fljúgandi

Í borðstofu Hússins á Eyrarbakka hefur verið hengd upp sýning á veggteppum úr fórum Byggðasafns Árnesinga. Veggteppin koma víða að. Meðal þeirra sem saumað hafa veggteppin má nefna Árnýju Filippusdóttur í Hveragerði, Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka og Guðrúnu Guðmundsdóttur á Sunnuhvoli á Stokkseyri. Einnig eru á sýningunni veggteppi frá fleiri stöðum úr héraðinu.

15. apríl 2011

Hestafjör

Sunnudaginn 10. apríl var hátíðin Hestafjör haldin í fyrsta skipti en vegna hestaveikinnar var hún slegin af í fyrra. Að henni stóðu hestamannafélögin á Suðurlandi og tóku sex félög þátt auk gesta.
13. apríl 2011

Ársreikningur Flóahrepps

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 6. apríl 2011 var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 samþykktur samhljóða.
11. apríl 2011

Jafnréttisviðurkenning

Unnur Stefánsdóttir, frá Vorsabæ í Flóahreppi, fékk jafnréttisviðurkenningu 31. flokksþings Framsóknarflokksins í dag.

11. apríl 2011

Föstumessa í Hraungerðiskirkju

Sunnudaginn 3. apríl s.l. var haldin föstumessa í Hraungerðiskirkju.
Messan tókst mjög vel og voru passíusálmarnir vel kveðnir.
31. mars 2011

Íþróttamaður ársins

Árni Steinn Steinþórsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Hann fékk í verðlaun, eignagrip, viðurkenningarskjal og veglegan bikar sem hann mun varðveita í eitt ár.
Á myndinn má sjá Árna Stein með verðlaunin og systur hans, Elínu Ingu, sem heldur á farandbikarnum.