11. janúar 2013

Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti, aðild Ásahrepps að skipulags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita og Flóa.
11. janúar 2013

Framkvæmdir og viðhaldsvinna 2013

Samkvæmt fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2013 er áætlað að verja um 62.000.000 kr. í nýframkvæmdir og endurbætur á húsnæði sveitarfélagsins.
8. janúar 2013

Áveitan

Fréttabréfið Áveitan er komin út fyrir janúar.
4. janúar 2013

Sorphirða 2013

Þriðjudaginn 8. janúar verður græna tunnan losuð í Flóahreppi. Sorphirðudagatal má sjá hér en bæklingur með upplýsingum um flokkun og hirðu er í vinnslu.
3. janúar 2013

Nýjir íbúar í Flóahreppi

Í desemberhefti Áveitunnar var viðruð sú hugmynd að nýbakaðir foreldrar sendu myndir af nýfæddum börnum sínum til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins. Anný Ingimarsdóttir reið á vaðið […]
20. desember 2012

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Sveitarstjórn Flóahrepps og starfsfólk skrifstofu óskar íbúum sveitarfélagsins svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
19. desember 2012

Skötuveisla í Þjórsárveri

Hin árlega skötuveisla ungmennafélagsins Vöku verður í Þjórsárveri á Þorláksmessu og hefst borðhald kl. 12.00 Boðið verður upp á skötu og saltfisk ásamt meðlæti.
11. desember 2012

Fjárhagsáætlun Flóahrepps

Fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árin 2013-2016 má sjá hér á síðunni undir stjórnsýsla, fjárhagsáætlanir og ársreikningar.
7. desember 2012

Kveikt á jólatré

Kveikt var á jólaljósum við leikskólann Krakkaborg 28. nóvember s.l. Við það tækifæri voru sungin jólalög, föndrað, drukkið heitt kakó og borðaðar smákökur.