15. febrúar 2011

Íbúafundur um leikskólamál

Fræðslunefnd Flóahrepps boðar íbúa sveitarfélagsins á íbúafund í Flóaskóla fimmtudagskvöldið 17. febrúar kl. 20:30.

10. febrúar 2011

Aðalskipulag Villingaholtshrepps

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Villingaholtshrepps 2006-2018 er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt.

8. febrúar 2011

Einingakubbar

Einingakubbar voru teknir í notkun í Krakkaborg haustið 2010. Kubbarnir eru úr hlyni sem er gegnheill viður og er mjúkur þannig að ekki flísast upp úr kubbunum.
8. febrúar 2011

Heimkeyrsla kl. 13:00 í dag

Vegna stormviðvörunar og slæmrar færðar á vegum verður öll heimkeyrsla í Flóaskóla kl. 13:00 í dag.
7. febrúar 2011

Hátíðartónleikar í Villingaholtskirkju

Laugardaginn 5. febrúar s.l. voru haldnir hátíðartónleikar í Villingaholtskirkju í tengslum við vígslu nýs orgels og 100 ára afmælis kirkjunnar á árinu.
1. febrúar 2011

Hátíðartónleikar

Hátíðartónleikar verða haldnir í Villingaholtskirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14:00. Tónleikarnir eru í tengslum við vígslu Ahlborn orgels kirkjunnar en kirkjan á 100 ára afmæli á árinu.
1. febrúar 2011

Reglur um afslátt á fasteignaskatti

Samkvæmt 3. gr. reglna um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Flóahreppi geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar með lögheimili í sveitarfélaginu átt rétt á afslætti af fasteignaskatti.

27. janúar 2011

Folaldasýning

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps verður haldin laugardaginn 5. febrúar 2011 í reiðhöll Sleipnismanna kl. 14:00
19. janúar 2011

Íþróttamaður ársins hjá umf Baldri

Íþróttamaður ársins 2010 hjá Ungmennafélaginu Baldri er Sunna Skeggjadóttir. Sunna er fjölhæfur íþróttamaður og sem dæmi um árangur hennar má nefna að í aldursflokkamóti HSK í Laugardalshöll varð hún í 1. sæti í kúluvarpi, kastaði 6,61 m. og í 2. sæti í 800 m. hlaupi sem hún hljóp á 3,11 mín.