14. maí, 2014

Boðað verkfall grunnskólakennara

Félag grunnskólakennara hefur boðað til verkfalls dagana 15., 21. og 27. maí 2014. Ef til verkfalls kemur, verður ekki kennt í Flóaskóla þessa daga.
13. maí, 2014

Ársreikningur Flóahrepps 2013

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2013 var samþykktur 7. maí s.l. að loknum tveimur umræðum og var rekstarniðurstaða jákvæð um  tæpar 12 milljónir króna .
9. maí, 2014

Skólastjóri Flóaskóla

Sveitarstjórn hefur samþykkt að leita samninga við Önnu Gretu Ólafsdóttur um stöðu skólastjóra Flóaskóla frá 1. ágúst 2014 þegar Guðmundur Freyr Sveinsson mun láta af störfum.
6. maí, 2014

Leikskólastjóri Krakkaborgar

Gengið hefur verið frá ráðningu Jónu Bjargar Jónsdóttur í stöðu leikskólastjóra Krakkaborgar og mun hún taka til starfa 1. júní n.k.
30. apríl, 2014

Sunnlenski sveitadagurinn

Á Sunnlenska sveitadeginum þann 3. maí milli kl 15:00 og 16:00 mun Böðvar Pálsson sveitarhöfðingi á Búrfelli bjóða upp hvítan kvígukálf sem Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á […]
25. apríl, 2014

Fréttaritari Flóahrepps

Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum er fréttaritari Flóahrepps á útvarpi Suðurlands. Hann er  í viðtali á hverjum föstudegi um kl. 10.00-10.30 og ef íbúar vilja koma einhverju […]
11. apríl, 2014

Íbúafundur um ljósleiðaravæðingu í Flóahreppi

Miðvikudaginn 9. apríl s.l. var haldinn kynningarfundur á hugmyndum og möguleikum á ljósleiðaravæðingu í Flóahreppi. Einnig var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2013 kynntur.
8. apríl, 2014

Áveitan í apríl

Fréttablaðið Áveituna fyrir apríl má sjá hér.
8. apríl, 2014

Leyndardómar í Flóahreppi

Margir viðburðir voru í Flóahreppi í tengslum við Leyndardóma Suðurlands sem haldnir voru 28. mars – 6. apríl s.l.