Ný lög um lögheimili og aðsetur sem taka gildi núna 1. janúar 2019. Hér koma leiðbeiningar um hvernig fylla skal út rafræna flutningstilkynningu á vefnum. Það eru tvenns konar leiðir fyrir starfsfólk sveitarfélaganna til að aðstoða viðskiptavini sem ekki geta nýtt sér rafrænu leiðina ein og óstudd, eða mætt á starfsstöðvar Þjóðskrár Íslands. Annars vegar er hægt aðstoða einstaklinga við að fylla út rafræna tilkynningu þar sem einstaklingurinn innskráir sig með sínum eigin rafrænu auðkennum, Íslykli eða rafrænu skilríkjum. Sé þessi leið farin þarf ekki að fá umboð frá einstaklingnum þar sem hann hefur í raun auðkennt sig með sínu rafræna auðkenni. Hins vegar getur starfsfólk sveitarfélagsins aðstoðað einstaklinga, sem ekki eiga Íslykil […]