Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið samþykkt eftir tvær umræður eins og lög gera ráð fyrir.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur leitað eftir samstarfi á sviði skipulags-og byggingarmála til uppsveita Árnessýslu.
Í bréfi, sem sveitarstjórn Flóahrepps sendi til samgöngunefndar Alþings er lýst yfir vonbrigðum með hversu litlar framkvæmdir eru fyrirhugaðar til vegbóta í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða ekki að svo stöddu, atvinnu-og ferðamálafulltrúa.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að vatnsveita í Hraungerðishreppi og vatnsveita í Gaulverjabæjarhreppi og Villingaholtshreppi verði eftirleiðis nefnd vatnsveita Flóahrepps með fyrirvara um samþykki Árborgar sem á hlut í veitunni.