4. apríl, 2007

Hugmyndasamkeppni um byggðamerki

Flóahreppur, nýtt sveitarfélag sem varð til við sameiningu þriggja hreppa á síðasta ári, efnir til hugmyndasamkeppni um byggðamerki.

Byggðamerkið skal unnið í samræmi við reglugerð 112/1999 og hafa skírskotun til Flóahrepps.

4. apríl, 2007

Gaulverjabæjarvegur

Þann 27. mars s.l. voru opnuð tilboð í 5.9 km. uppbyggðan veg með slitlagi frá Félagslundi að Skipum.
 
Lægsta tilboðið var frá vörubílstjórafélaginu Mjölni,
kr. 61.778.950

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var
kr. 82.700.000
 
Nánar i upplýsingar eru á heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is
4. apríl, 2007

Framkvæmdir við Gaulverjabæjarkirkju

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á grjóthleðslum í Gaulverjabæjarkirkjugarði.
Skipt var um jarðveg sl. haust meðfram bílastæðum og helmingi garðsins.
Gamlar grjóthleðslur voru teknar og endurhlaðnar frá grunni. Eru þær hækkaðar nokkuð frá því sem áður var.
 
27. mars, 2007

Söfnun á rúlluplasti

Auglýst hefur verið að söfnun rúlluplasts hefjist 29. mars n.k.

Af því getur því miður ekki orðið fyrr en laugardaginn 31. mars og er áætlað að byrja kl. 8.00 um morguninn.

24. mars, 2007

Breytingar í skipulags-og byggingarmálum

Erindi Aðalsteins Sveinssonar á íbúafundi 19. mars 2007Hvers vegna var skipulags- og byggingafulltrúa Flóahrepps sagt upp og tekið upp samstarf við uppsveitir Árnessýslu á þessu sviði?

20. mars, 2007

Miðvikudaginn 21.mars kl. 20:30 verður foreldrakvöld í Krakkaborg. Viljum við bjóða öllum foreldrum, ömmum og öfum velkomin í leikskólann. Við ætlum að vera með kynningu á Tákn með tali, til hvers við notum þetta tjáningarform og hvað það er. Vídeóupptökur af börnum 

16. mars, 2007

Fasteignagjöld, afslættir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að veita ellilífeyrisþegum og öryrkjum sem búsettir eru í eigin íbúðarhúsnæði og eiga lögheimili í sveitarfélaginu 50% afslátt af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis.

12. mars, 2007

Draumur á Jónsmessunótt

Laugardaginn 10.mars s.l. varð undirrituð þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá gamanleikinn Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í flutningi ungmennafélaganna þriggja í Flóahreppi, Baldurs, Vöku og Samhygðar í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar, leikstjóra og leikara.

12. mars, 2007

Ferðamálafélag Flóamanna

Á fundi sveitarstjórnar 7. marss.l. var lagt fram erindi frá Ferðamálafélagi Flóamanna dags. 1. febrúar 2007 um tilkynningu vegna stofnunar félagsins og beiðni um samvinnu.
Farið var fram á að gerður yrði samstarfssamningur milli sveitarstjórnar og Ferðamálafélagsins.