14. maí, 2007

Unglingavinna

Auglýst er eftir unglingum, 13 ára og eldri til vinnu í sumar í vinnuskóla sveitarfélagsins frá 11. júní til 19. júlí.

27. apríl, 2007

Moltugerðarílát

Sveitarstjórn hefur samþykkt að veita 30 % afslátt af jarðgerðarílátum til íbúa sveitarfélagsins, þó ekki hærra en 5.000 kr. pr/ílát. Slíkt ílát kostar samkvæmt upplýsingum Íslenska Gámafélagsins 17.928 kr m/vsk til íbúa Flóahrepps og er hægt að panta það á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260.

Vonir standa til að hægt verði að halda námskeið um moltugerð á næstunni.

26. apríl, 2007

Viðgerð á þaki leikskóla

Flóahreppur auglýsir eftir aðila til að taka að sér viðgerð á þaki leikskólans Krakkaborgar.

Verkið þarf helst að framkvæma í júlí þegar sumarfríslokun er í leikskóla.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260 eða með tölvupósti, floahreppur@floahreppur.is fyrir 10. maí n.k. Þeim verður í kjölfarið send verðkönnunargögn.

18. apríl, 2007

Framboðsfundur

Sveitarstjórn Flóahrepps stóð fyrir fundi 17. apríl s.l. með fulltrúum þeirra flokka sem staðfest hafa framboð í Suðurkjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga. Þeir frambjóðendur sem mættu voru Guðni Ágústsson fyrir Framsóknarflokkinn, Árni Mathiessen fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Óskar Þór Karlsson fyrir Frjálslynda flokkinn, Ásta Þorleifsdóttir fyrir Íslandshreyfinguna, Björgvin G. Sigurðsson fyrir Samfylkinguna og Atli Gíslason fyrir Vinstri hreyfinguna, grænt framboð. Guðbjörg Jónsdóttir stýrði fundi.

4. apríl, 2007

Hugmyndasamkeppni um byggðamerki

Flóahreppur, nýtt sveitarfélag sem varð til við sameiningu þriggja hreppa á síðasta ári, efnir til hugmyndasamkeppni um byggðamerki.

Byggðamerkið skal unnið í samræmi við reglugerð 112/1999 og hafa skírskotun til Flóahrepps.

4. apríl, 2007

Gaulverjabæjarvegur

Þann 27. mars s.l. voru opnuð tilboð í 5.9 km. uppbyggðan veg með slitlagi frá Félagslundi að Skipum.
 
Lægsta tilboðið var frá vörubílstjórafélaginu Mjölni,
kr. 61.778.950

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var
kr. 82.700.000
 
Nánar i upplýsingar eru á heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is
4. apríl, 2007

Framkvæmdir við Gaulverjabæjarkirkju

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á grjóthleðslum í Gaulverjabæjarkirkjugarði.
Skipt var um jarðveg sl. haust meðfram bílastæðum og helmingi garðsins.
Gamlar grjóthleðslur voru teknar og endurhlaðnar frá grunni. Eru þær hækkaðar nokkuð frá því sem áður var.
 
27. mars, 2007

Söfnun á rúlluplasti

Auglýst hefur verið að söfnun rúlluplasts hefjist 29. mars n.k.

Af því getur því miður ekki orðið fyrr en laugardaginn 31. mars og er áætlað að byrja kl. 8.00 um morguninn.

24. mars, 2007

Breytingar í skipulags-og byggingarmálum

Erindi Aðalsteins Sveinssonar á íbúafundi 19. mars 2007Hvers vegna var skipulags- og byggingafulltrúa Flóahrepps sagt upp og tekið upp samstarf við uppsveitir Árnessýslu á þessu sviði?