5. júní, 2007

Samningar um skólaakstur

Mánudaginn 4. júní var skrifað undir samning við skólabílstjóra Flóahrepps til næstu fjögurra ára.

Mikil sátt hefur verið um störf bílstjóranna og ánægjulegt að nú skuli hafa verið skrifað undir samning um áframhaldandi akstur af þeirra hálfu í ákveðinn tíma.

Það eru Guðmundur Sigurðsson, Kristján Einarsson, Sigurður Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson ehf sem munu annast skólaaksturinn en flest þeirra hafa séð um skólaakstur í sveitarfélaginu í mörg ár.

5. júní, 2007

Samkomulag um rekstur félagsheimilis

Mánudaginn 4. júní var skrifað undir undir samkomulag um rekstur félagsheimilisins Þingborgar milli sveitarfélagsins og húsnefndar félagsheimilisins.

Með samkomulaginu ber húsnefnd meiri ábyrgð á rekstri hússins en verið hefur. Sveitarfélagið greiðir mánaðarlegt framlag vegna aðstöðu fyrir skrifstofu og leikskóla, æskulýðsmál og menningarmál. Húsnefnd sér um að reka félagsheimilið, s.s. afla tekna í formi útleigu og styrkja, gera fjárhagsáætlanir og annast daglegan rekstur.

3. júní, 2007

Byggðamerki Flóahrepps

Hér má sjá nýtt byggðamerki fyrir Flóahrepp sem valið var í hugamyndasamkeppni fyrir skömmu.

Í lýsingu með merkinu segir:

2. júní, 2007

Samningur um skólaakstur

Gerður hefur verið samningur við skólabílstjóra Flóahrepps um skólaakstur til næstu fjögurra ára.

Það eru Guðmundur Sigurðsson, Kristján Einarsson, Sigurður Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson ehf sem munu annast skólaaksturinn en flest þeirra hafa séð um skólaakstur í sveitarfélaginu í mörg ár. 

2. júní, 2007

Umhverfisverðlaun Flóahrepps 2007

Umhverfisnefnd Flóahrepps hefur í samráði við sveitarstjórn ákveðið að veita verðlaun til þeirra sem þykja skara framúr varðandi snyrtimennsku og alúð við að fegra umhverfi sitt í sveitarfélaginu.

Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir það sem vel er gert í þessum málum í Flóahreppi.

29. maí, 2007

Vorhátíð Krakkaborgar

Á morgun miðvikudaginn 30.maí kl.16 verður vorhátíð hjá okkur í leikskólanum. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Þingborg. Börnin munu sýna leikþátt, elstu börn leikskólans fá útskriftarskjal frá leikskólanum, sýning verður á listaverkum barnanna, ljósmyndasýning frá liðnum vetri og foreldrafélag leikskólans býður upp á kaffi og kökur. Hvetjum alla til að mæta og ömmur og afa, frænkur, frændur og sveitungar eru einnig velkomin. 

Með góðum kveðjum.

Starfsfólk Krakkaborgar.

27. maí, 2007

Æskan og ellin

Opið hús var í skrifstofu Flóahrepps föstudaginn 25. maí í tengslum við Fjör í Flóa.

Í tilefni dagsins fluttu kór leikskólabarna og kór eldri borgara, Hörpukórinn nokkur lög og má með réttu segja að æskan og ellin hafi þar sungið saman við góðar undirtektir.

27. maí, 2007

Verðlaun fyrir byggðamerki

Tillögur að byggðamerkjum voru til sýnis á skrifstofu Flóahrepps í tengslum við Fjör í Flóa og voru verðlaun og viðurkenningarskjal afhent fyrir bestu tillöguna að mati sveitarstjórnar.

15. maí, 2007

Samkomulag um námsvist

Fulltrúar Flóahrepps og Árborgar hafa nú skrifað undir samkomulag um námsvist í grunnskólum Árborgar og samkomulag um afnot af félagsmiðstöðinni Zelsius.

Með samkomulaginu skuldbindur Árborg sig til að veita nemendum 8. – 10. bekkja sem lögheimili eiga í Flóahreppi, námsvist í Vallaskóla.