24. júní, 2007

Samningur um dagdvöl aldraðra

Föstudaginn 22. júní s.l. var skrifað undir samkomulag milli Árborgar og Flóahrepps um dagdvöl aldraðra í Flóahreppi.

18. júní, 2007

Íbúafundur

Íbúafundur verður haldinn í Þjórsárveri 25. júní 2007 kl. 20.30 þar sem lögð verða fram drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps til kynningar ásamt breytingum á aðalskipulagi Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps.

16. júní, 2007

Umsjónarmaður fasteigna

Nýr starfsmaður hóf störf hjá sveitarfélaginu í byrjun maí. Guðmundur Jón Sigurðsson var ráðinn sem umsjónarmaður fasteigna.

Hann sinnir hinum ýmsu verkefnum, s.s. húsvörslu í Flóaskóla og Krakkaborg, hefur umsjón með viðhaldi mannvirkja og eigna sveitarfélagsins og sér um unglingavinnuna.

Guðmundur er lærður rafvirki og er búsettur á Selfossi. 
16. júní, 2007

Unglingavinnan

Krakkarnir í unglingavinnunni hafa undanfarna viku verið að slá og snyrta til við Félagslund og Gaulverjaskóla.

Vikuna 18.-21 júní verða þau í Þjórsárveri og Flóaskóla, vikuna 25.-28. júní í Þingborg. Þau munu verða við leikskólann eftir mánaðarmótin júní - júlí þegar sumarfrí hefjast þar.

Hér má sjá mynd af hluta hópsins. Þetta eru hressir krakkar og munu fleiri myndir birtast af þeim síðar.
15. júní, 2007

Fréttatilkynning

Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hittust á fundi í morgun og ræddu skipulagsmál með tilliti til væntanlegrar kynningar á drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir íbúum þess.

Viðræðum milli aðila, sem í gangi hafa verið, verður haldið áfram á næstunni um áhrif Urriðafossvirkjunar í Flóahreppi og hvernig við þeim verður brugðist. Í því sambandi er m.a. rætt um samgöngur og ferðaþjónustu á svæðinu, vatnsvernd, lífríki Þjórsár, landnotkun í nágrenni virkjunarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir.

14. júní, 2007

Ársreikningur Flóahrepps

Ársreikningur A og B-hluta Flóahrepps fyrir árið 2006 var lagður fram til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar 13. júní.

Ársreikningurinn samanstendur af rekstri sveitarfélaganna þriggja fyrri hluta ársins og rekstri sameinaðs sveitarfélags seinni hluta ársins. Samanburðarfjárhæðir við árið 2005 í efnahagsreikningi eru samanlagðar fjárhæðir allra sveitarfélaganna.

13. júní, 2007

Dagskrá 17. júní í Flóahreppi

Úr Áveitunni og Munanum

Dagskrá þjóðhátíðardags hefst kl. 13.30 í Félagslundi og í Þjórsárveri. 
Í Einbúa hefst hátíðardagskrá kl. 14.00

13. júní, 2007

Kvennahlaup

Úr Áveitunni.

Laugardaginn 16. júní mun kvenfélag Villingaholtshrepps standa fyrir kvennahlaupi eins og undanfarin ár.
Hlaupið verður frá Gaflsvegamótum og í átt að Grund.
8. júní, 2007

Hreinsunarátak

Margir íbúar hafa nýtt sér tilboð Flóahrepps um ókeypis gáma fyrir járn og/eða timbur í tengslum við hreinsunarátak í sveitarfélaginu.

Íslenska Gámafélagið mun koma gámunum á áfangastaði á næstunni. Þeir áætla að hafa samband í gsm síma þeirra aðila sem pöntuðu gáma.

Bestu þakkir fyrir góð viðbrögð.

Sveitarstjóri