Á fundi sveitarstjórnar 7. febrúar var samþykkt að hækka gjaldskrá og fæðiskostnað í leikskólanum Krakkaborg.
Hækkun á gjaldi fyrir börn 9 mánaða til 2 ára verður í þremur áföngum, 20% hækkun 1. apríl 2007, 20% hækkun 1. september 2007 og 10% hækkun 1. febrúar 2008 eða alls 50% hækkun. Þetta er þjónusta sem er yfirleitt ekki í boði á leikskólum og er kostnaðarsöm þar sem hver starfsmaður má einungis annast 4 börn en til samanburðar má hver starfsmaður annast um 8 börn á eldri deildum. Þar sem þjónusta á borð við þessa er veitt, er verð 50% hærra fyrir þennan aldurshóp.
Úrvinnslusjóður hrindir í dag af stað kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í kynningarátakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið samþykkt eftir tvær umræður eins og lög gera ráð fyrir.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur leitað eftir samstarfi á sviði skipulags-og byggingarmála til uppsveita Árnessýslu.
Í bréfi, sem sveitarstjórn Flóahrepps sendi til samgöngunefndar Alþings er lýst yfir vonbrigðum með hversu litlar framkvæmdir eru fyrirhugaðar til vegbóta í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða ekki að svo stöddu, atvinnu-og ferðamálafulltrúa.