16. mars 2007

Fasteignagjöld, afslættir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að veita ellilífeyrisþegum og öryrkjum sem búsettir eru í eigin íbúðarhúsnæði og eiga lögheimili í sveitarfélaginu 50% afslátt af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis.

12. mars 2007

Draumur á Jónsmessunótt

Laugardaginn 10.mars s.l. varð undirrituð þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá gamanleikinn Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í flutningi ungmennafélaganna þriggja í Flóahreppi, Baldurs, Vöku og Samhygðar í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar, leikstjóra og leikara.

12. mars 2007

Ferðamálafélag Flóamanna

Á fundi sveitarstjórnar 7. marss.l. var lagt fram erindi frá Ferðamálafélagi Flóamanna dags. 1. febrúar 2007 um tilkynningu vegna stofnunar félagsins og beiðni um samvinnu.
Farið var fram á að gerður yrði samstarfssamningur milli sveitarstjórnar og Ferðamálafélagsins.

12. mars 2007

Umsögn um samgönguáætlun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps þann 7. mars s.l. var lagt fram erindi frá Samgöngunefnd Alþingis dags. 21. febrúar 2007 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018. Frestur til að skila inn umsögn og athugasemdum var til 27. febrúar 2007. Einnig er óskað umsagnar sveitarstjórnar við tillögu til þingsályktunar um samgönguáæltun fyrir árin 2007-2010 með sama umsagnartíma.

12. mars 2007

Dagdvöl aldraðra

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 7. mars s.l. var lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar dags. 23. febrúar 2007 þar sem Flóahreppi er boðið að nýta laus pláss í dagdvöl aldraðra fyrir íbúa.
Sveitarstjórn samþykkti aðild að dagdvöl aldraðra ef áhugi og/eða þörf er fyrir hendi.

12. mars 2007

Gjalddagar fasteignagjalda

Á fundi sveitarstjórnar þann 10. janúar samþykkti sveitarstjórn að greiðslur fasteignaskatts sem eru 20.000 kr eða lægri greiðist á einum gjalddaga, 1. mars. Greiðslur sem eru 20.001 kr til 60.000 kr greiðast á þremur gjalddögum, 1. mars, 1. maí og 1. júlí. Greiðslur 60.001 kr. og hærri greiðast á fimm gjalddögum, 1. mars, 1. maí, 1.júlí, 1. september og 1. nóvember.
Eindagi var ákveðinn 30 dögum eftir gjalddaga.

12. mars 2007

Mötuneyti grunn- og leikskóla

Sveitarstjórn hefur samþykkt að lækka fæðiskostnað um leik- og grunnskóla vegna lækkunar á virðisaukaskatti matvælum úr 14% í 7%.

12. mars 2007

Þriggja ára fjárhagsáætlun Flóahrepps

Fyrri umræða um 3. ára fjárhagsáætlun Flóahrepps fór fram á fundi sveitarstjórnar 7. mars s.l.. Rætt var um áherslur í framkvæmdum næstu árin. Sveitarstjórn samþykkir að leggja áherslur á veitur og viðhald mannvirkja sveitarfélagsins og skoða hugsanlega uppbyggingu leikskóla og skóla með tilliti til væntanlegrar íbúarþróunar.

12. mars 2007

Skipulags-og byggingarfulltrúi Flóahrepps

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps þann 7. mars s.l. var lagður fram undirskriftalisti dags. 28. febrúar 2007 þar sem fyrirhuguðum breytingum á skipulags-og byggingareftirliti í Flóahreppi er mótmælt.