29. janúar, 2008

Beiðni um samstarf í vatnsmálum

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur óskað formlega eftir því við Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps að farið verði í samningaviðræður um samstarf í kaldavatnsmálum.

28. janúar, 2008

Þorrablót Flóaskóla

Þorrablóti Flóaskóla var frestað sl. föstudag þar sem skólahald féll niður þann dag vegna óveðurs og ófærðar.
Nú hefur þorrablótinu verið fundinn annar tími og verður það haldið þriðjudaginn 29. janúar í Þjórsárveri kl. 11:30-12:30.
Að öðru leyti verður kennsla samkvæmt stundaskrá þann dag og 3.-4. bekkur fer í skólasund samkvæmt stundaskrá.

28. janúar, 2008

Aðstoðarmenn slökkviliðsins

Nú er hafið samstarfsverkefni við brunavarnir Árnessýslu og leikskólans Krakkaborgar.  Einu sinni í mánuði fara tvö börn úr elsta árgangi og yfirfara stöðu brunavarna í húsinu með sínum kennara.
28. janúar, 2008

Nú er frost á fróni

Það hefur verið nóg að gera hjá snjómokstursmönnum Flóahrepps undanfarna daga. Þessa mynd tók Ólafur Sigurjónsson af einum þeirra við hreinsun.
21. janúar, 2008

Fischer jarðsettur í Flóahreppi

Eftirfarandi frétt birtist á fréttasíðu ruv í dag, mánudag 21. janúar:

Útför Fischers í kyrrþey
Skákmeistarinn Robert James Fischer var jarðsunginn í Laugardælakirkjugarði í morgun, rétt fyrir utan Selfoss. Séra Jakob Roland, prestur kaþólskra í Reykjavík, jarðsöng. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna og var mjög fámenn. Útförin var gerð utan Reykjavík að ósk Fischers sjálfs, einungis ekkja hans og allra nánustu vinir voru viðstaddir.
16. janúar, 2008

Skólaakstur – slæm veðurspá!

Allir nemendur Flóaskóla verða keyrðir heim í dag kl. 13:00 vegna slæmrar veðurspár. Færð er erfið víða um sveitarfélagið og talið að hún geti spillst fljótt þegar veðrið rýkur upp aftur. Vinsamlegast hafið samband við skólastjóra ef þið hafið einhverjar spurningar, gsm 663-5720.
14. janúar, 2008

Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk

Nýlega bárust Flóaskóla niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sem haldin voru í október sl. Árangur nemenda Flóaskóla var mjög góður og yfir meðaltali bæði í okkar kjördæmi og á landinu öllu. Í fréttum hefur oft verið rætt um slakan árangur í skólum í Suðurkjördæmi og því er rétt að nota tækifærið og auglýsa þennan góða árangur nemenda í Flóaskóla. Hér fyrir neðan má sjá meðaltalseinkunnir.
Samræmd próf haustið 2007 - meðaltalseinkunnir
4. b. Ísl   Landið allt 6,2   S.kjördæmi 6,0   Flóaskóli 6,3
4. b. Stæ Landið allt 6,8   S. kjördæmi 6,5   Flóaskóli 8,3
7. b. Ísl   Landið allt 7,0   S. kjördæmi 6,7   Flóaskóli 8,7
7. b. Stæ Landið allt 7,0   S. kjördæmi 6,6    Flóaskóli 9,2
7. janúar, 2008

Verknámsnemar.

Þriðjudaginn 8.janúar koma tveir nemar frá Háskólanum á Akureyri til okkar í verknám og verða í janúar.  Þær heita Eva Hrönn Jónsdóttir og Edda Lydia Þorsteinsdóttir.  Þórdís Guðrún starfsmaður á Bangsadeild fer í verknám á Selfossi, leikskólann Ásheima.  Að lokum viljum við óska öllum gæfu og gengis á nýju ári.
Leikskólastjóri.  

5. janúar, 2008

Fjárhagsáætlun Flóahrepps

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti samhljóða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2008 eftir tvær umræður.
Óskað var eftir tillögum frá stjórnendum stofnana og kjörnum nefndum sveitarfélasins.
Áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi:
Heildartekjur kr. 320.862.000
Rekstrargjöld kr. 299.840.000
Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta er kr. 18.041.000
Heildarfjárfesting er áætluð kr. 56.500.000