6. júní, 2008

Grenjaskytta

Gerður hefur verið samningur við Birgi Örn Arnarson um grenjaleit og refaveiðar í Flóahreppi. Birgir hefur reynslu af grenjavinnslu í Ölfusi og Bláskógabyggð auk þess að hafa stundað vetrarveiði í 8 ár. Hann er umboðs-og innflutningsaðili á dýragildrum til minka-og refaveiða og hefur notið leiðsagnar í Bandaríkjunum við lagningu þeirra. Hann er félagi í Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna á ref og mink.
Birgir tekur að sér grenjavinnslu í Flóahreppi út grenjavinnslutímabilið eða til 31. júlí 2008. Óskað er eftir samráði og samvinnu við bændur og landeigendur í sveitarfélaginu. Þeir sem veitt geta upplýsingar um greni eða hafa séð til tófu í sveitarfélaginu, geta haft samband við Birgi í síma 891-8898 eða 482-2116.

5. júní, 2008

Opnun þjónustumiðstöðvar

Opnunartími þjónustumiðstöðva vegna jarðskjálfta

Ráðinn hefur verið verkefnastjóri við þjónustumiðstöðva vegna jarðskjálfta, Ólafur Örn Haraldsson.
Þjónustumiðstöðvar sem starfræktar eru í Tryggvaskála á Selfossi og í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði verða opnar næstu daga sem hér segir:
4. júní, 2008

Ölvisholt Brugghús

Laugardaginn 31. maí s.l. var formlegt opnunarhóf haldið í húsakynnum Ölvisholts Brugghúss en framleiðsla hófst 1. mars s.l. á sælkerabjórnum Skjálfta í gömlu fjósi sem breytt var í fullkomna bjórverksmiðju á örfáum mánuðum.
Opnunarhófið var vel heppnað, haldnar voru ræður, húsakynni skoðuð og Jón Elías Gunnlaugsson lýsti ferli framleiðslunnar.
Í Ölvisholti Brugghúsi er íslenskur bruggmeistari að störfum, Valgeir Valgeirsson.
4. júní, 2008

Neysluvatn

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er að rannsaka neysluvatn í Flóahreppi.
Tekin verða sýni úr lögnum frá öllum lindum, Neistastaðalind, Samúelslind og Ruddakrókslind.
Við fyrstu skoðun virðist vatnið vera í lagi en Íbúar verða látnir vita ef svo er ekki.
3. júní, 2008

Tjón á húsum

Þeir íbúar sem orðið hafa fyrir tjóni og skemmdum á húsum sínum vegna jarðskjálftans 29. maí s.l., vinsamlegast komið upplýsingum um það á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260 eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is
Einnig er gott að fá vitneskju um ef miklar skemmdir hafa orðið á innanstokks - og lausafjármunum.
Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar vegna skýrslugerðar um tjón í sveitarfélaginu fyrir almannavarnarnefnd.

31. maí, 2008

Fjör í Flóa

Dagskrá Fjörs í Flóa er með óbreyttu sniði þrátt fyrir jarðskjálfta og jarðhræringar síðasta sólarhring. Dagurinn í dag byrjar með morgunmat í Þingborg í boði Fjörs í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi. Það eru allir velkomnir og um að gera að mæta og eiga saman notalega samverustund. Dagskrá Fjörsins má sjá hér til hliðar undir Fjör í Flóa-dagskrá.
31. maí, 2008

Tímabundin þjónustumiðstöð

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun, 30. maí, tillögu dóms-og kirkjumálaráðherra, um að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kæmi á laggirnar í samráði við dóms-og kirkjumálaráðuneytið tímabundinni þjónustumiðstöð fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna jarðskjálfa á Suðurlandi 29. maí 2008.

29. maí, 2008

Viðlagatrygging

Viðlagatrygging Íslands bætir tjón af völdum jarðskjálfta á húseignum og ennfremur á lausafé hafi eigendur tryggt það gegn bruna.

 

Tjónþolum er bent á að tilkynna tjón sitt til þess vátryggingafélags sem seldi því vátrygginguna. Matsmenn vátryggingafélaganna munu meta tjón á innbúi og lausafjármunum.

29. maí, 2008

Jarðskjálfti

Samkvæmt ábendingum frá Almannavarnarnefnd Árborgar og nágrennis er ekki talin ástæða til að grípa til ráðstafana umfram það sem almannavarnarnefndin er að gera, í Flóahreppi.
Skjálftinn, sem mældist um 6,1 á richter, reið yfir laust fyrir kl. 16.00 í dag. Eignatjón í Flóahreppi virðist í fljótu bragði ekki vera mjög mikið en þó brotnaði talsvert af glermunum í Laugardælum og allsstaðar var fólki brugðið.
Sími á skrifstofu Flóahrepps var opinn fram eftir kvöldi og verður skrifstofan opin á morgun, föstudag á venjulegum tíma. Síminn hjá lögreglu Árnessýslu er 480-1010 og neyðarsími 112.