19. ágúst var listagalleríið Tré og list formlega opnað við hátíðlega athöfn í Forsæti.
Það eru hjónin Bergþóra og Ólafur sem standa fyrir framtakinu en þau hafa breytt fyrrverandi fjósi í sérlega góða og skemmtilega aðstöðu til sýninga og kynningar á handverki og listmunum.
Meðal þess sem er til sýnis í Tré og list eru gömul verkfæri, ljósmyndir af veðurfari eftir Ólaf og síðast en ekki síst listmunir eftir Siggu á Grund.
Landbúnaðarráðuneytið hefur synjað ósk sveitarstjórnar Flóahrepps um hugsanleg kaup á jörðinni Þjótanda.
Almennur kynningarfundur fyrir íbúa Flóahrepps á drögum að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps var haldinn þann 25. júní sl. Á fundinum voru kynntar tvær tillögur, ein án hugsanlegrar Urriðafossvirkjunar og ein tillaga með virkjuninni. Sveitarstjórn mat það svo að eðlilegt væri að kynna báðar tillögurnar fyrir íbúum Flóahrepps til að fá fram sjónarmið þeirra. Á fundi sveitarstjórnar þann 2.júlí s.l. var lögð fram fundargerð af íbúafundinum.
Gerður hefur verið verksamningur við Kríutanga ehf um viðgerð á þaki leikskólans Krakkaborgar samkvæmt tilboði í verðkönnun 23. maí 2007. Viðgerðin felur í sér rif og förgun á eldra þakjárni og þakköntum, setja nýtt járn á þak ásamt þakköntum, rífa stromp, athuga lekaskemmdir ofl.
Föstudaginn 22. júní s.l. var skrifað undir samkomulag milli Árborgar og Flóahrepps um dagdvöl aldraðra í Flóahreppi.