16. janúar, 2008

Skólaakstur – slæm veðurspá!

Allir nemendur Flóaskóla verða keyrðir heim í dag kl. 13:00 vegna slæmrar veðurspár. Færð er erfið víða um sveitarfélagið og talið að hún geti spillst fljótt þegar veðrið rýkur upp aftur. Vinsamlegast hafið samband við skólastjóra ef þið hafið einhverjar spurningar, gsm 663-5720.
14. janúar, 2008

Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk

Nýlega bárust Flóaskóla niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sem haldin voru í október sl. Árangur nemenda Flóaskóla var mjög góður og yfir meðaltali bæði í okkar kjördæmi og á landinu öllu. Í fréttum hefur oft verið rætt um slakan árangur í skólum í Suðurkjördæmi og því er rétt að nota tækifærið og auglýsa þennan góða árangur nemenda í Flóaskóla. Hér fyrir neðan má sjá meðaltalseinkunnir.
Samræmd próf haustið 2007 - meðaltalseinkunnir
4. b. Ísl   Landið allt 6,2   S.kjördæmi 6,0   Flóaskóli 6,3
4. b. Stæ Landið allt 6,8   S. kjördæmi 6,5   Flóaskóli 8,3
7. b. Ísl   Landið allt 7,0   S. kjördæmi 6,7   Flóaskóli 8,7
7. b. Stæ Landið allt 7,0   S. kjördæmi 6,6    Flóaskóli 9,2




7. janúar, 2008

Verknámsnemar.

Þriðjudaginn 8.janúar koma tveir nemar frá Háskólanum á Akureyri til okkar í verknám og verða í janúar.  Þær heita Eva Hrönn Jónsdóttir og Edda Lydia Þorsteinsdóttir.  Þórdís Guðrún starfsmaður á Bangsadeild fer í verknám á Selfossi, leikskólann Ásheima.  Að lokum viljum við óska öllum gæfu og gengis á nýju ári.
Leikskólastjóri.  

5. janúar, 2008

Fjárhagsáætlun Flóahrepps

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti samhljóða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2008 eftir tvær umræður.
Óskað var eftir tillögum frá stjórnendum stofnana og kjörnum nefndum sveitarfélasins.
Áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi:
Heildartekjur kr. 320.862.000
Rekstrargjöld kr. 299.840.000
Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta er kr. 18.041.000
Heildarfjárfesting er áætluð kr. 56.500.000

2. janúar, 2008

Sorphirðuhandbók

Sorphirðuhandbók fyrir Flóahrepp á nú að hafa borist á hvert heimili í sveitarfélaginu. Þeir sem ekki hafa fengið eintak svo og sumarhúsaeigendur og aðrir sem áhuga hafa á að fá handbókina geta nálgast hana á skrifstofu sveitarfélagins eða haft samband í síma 482-3260 og fengið hana senda í pósti.
31. desember, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Sveitarstjórn Flóahrepps sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. 
21. desember, 2007

Plasthreinsun

Næsta rúlluplasthreinsun verður í janúar 2008. Byrjað verður á svokölluðum neðri hring 5. janúar, niður Gaulverjabæjarveg að Hellum, um Hamarsveg að Þjórsárveri, Mjósyndi.
12.janúar verður farið að Súluholti, að Hurðarbaki, Urriðafossi og niður gamla Hraungerðishreppinn.

Plasthirða verður á tveggja mánaða fresti árið 2008 nema um sumarið, þá mun lengra líða á milli.
18. desember, 2007

Hús á ferðinni

Milli storma undanfarið, eða nánar tiltekið þann 11. desember sl. var gamla íbúðarhúsið í Vaðlakoti tekið af grunni sínum og flutt að Austur - Meðalholtum. Þar hyggst Hannes Lárusson gera það upp.
14. desember, 2007

Flóaskóli lokaður vegna veðurs

Í dag, föstudaginn 14. desember, er Flóaskóli lokaður vegna veðurs. Forráðamenn eru beðnir um að beina öllum fyrirspurnum varðandi lokun skóla til skólastjóra í síma 663-5720 eða á netfang kristin@floahreppur.is