28. október 2007

Þingmannafundur

Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps áttu fund með þingmönnum Suðurkjördæmis í Vík í Mýrdal föstudaginn 26. október.
Samkvæmt áætlun átti sveitarstjórn að hitta þingmenn í Þorlákshöfn fimmtudaginn 25. október en sökum áður skipulagðrar ferðar sveitarstjórnar um Flóahrepp var ákveðið að fara til Víkur og funda ásamt sveitarstjórnarmönnum Mýrdalshrepps með þingmönnum.

28. október 2007

Vettvangsferð sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Flóahrepps, sveitarstjóri, starfsmaður á skrifstofu og umsjónarmaður fasteigna fóru í vettvangsferð um Flóahrepp fimmtudaginn 25. október.
Fyrirhugað var að skoða borholur hitaveitna í sveitarfélaginu og kaldavatnslindir en þar sem mjög illa viðraði var ákveðið að breyta ferðatilhögun og halda sig meira innandyra.
19. október 2007

Endurskoðun fjárhagsáætlunar

Á fundi sveitarstjórnar 17. október s.l. var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt.
Breytingar eru helst fólgnar í því að tekjujöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs er mun hærra en gert var ráð fyrir eða um 35 milljónir alls.
19. október 2007

Áhættumat

Íbúafundur var haldinn í Félagslundi í gær, fimmtudaginn 18. október, til kynningar á hættumati vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Milli 50 og 60 manns voru samankomnir til að hlýða á framsögu Dóru Hjálmarsdóttur, verkfræðings hjá VST sem kynnti áhættumatið.
18. október 2007

Fundargerð

Hér má sjá fundargerð sveitarstjórnar frá fundi 17. október.
https://floahreppur.is//vefsidan/data/
MediaArchive/files/34._fundur_sveitarstjornar.doc
17. október 2007

Bólusetningar og ormahreinsun

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 3. október s.l. að óska eftir samstarfi við Brigitte Brugger, dýralækni, um bólusetningar ásetningslamba gegn garnaveiki og ormahreinsun hunda og katta.

Fyrirkomulag verður með sama móti á síðasta ári, þ.e. sveitarstjórn semur um verkið en eigendur búfjár greiða þann kostnað sem til fellur á bú þeirra.

Brigitte mun síðan við verklok afhenda sveitarstjóra yfirlit yfir unnið verk.

12. október 2007

Grænt ljós á neysluvatn

Eftir endurteknar sýnatökur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er niðurstaðan sú að neysluvatnið uppfyllir ákvæði neysluvatnsreglugerðar um vatnsgæði.
Tekin voru sýni á mismunandi stöðum á veitunni og reyndust þau vera í lagi.
Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á að sjóða drykkjarvatn til að tryggja heilnæmi þess.
10. október 2007

Garnaveikibólusetning

Sveitarstjórn hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við sömu aðila og á síðasta ári um bólusetningar gegn garnaveiki og ormahreinsun hunda og katta.
Það verði gert með sama móti og á seinasta ári, þ.e. að sveitarfélagið semur við verktaka um verkið en eigendur búfjár greiði þann kostnað sem til fellur á bú þeirra.

10. október 2007

Fjölnota íþróttahús í Flóahreppi

Stjón ungmennafélagsins Vöku hefur sent inn erindi til sveitarstjórnar og lýst áhuga á þátttöku í byggingu fjölnota íþróttahúss við Þjórsárver/Flóaskóla.
Með byggingu þess myndi aðstaða til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar lagast til muna fyrir nemendur Flóaskóla svo og aðra íbúa sveitarfélagsins.