25. mars, 2008

Aðalskipulag

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps þann 19. mars s.l. var tekin til fyrri umræðu, tillaga að aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi 2006-2018 ásamt greinargerð.

13. mars, 2008

Hitaveita Hraungerðishrepps

Laugardaginn 8. mars var viðbótartenging við Hitaveitu Hraungerðishrepps tekin í notkun að viðstöddum fjölda gesta í blíðskaparveðri.
Það var Stefán Guðmundsson í Túni sem hleypti vatninu formlega á.
6. mars, 2008

Þriggja ára fjárhagsáætlun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 27. febrúar s.l. var þriggja ára fjárhagsáætlun 2009-2011 tekin fyrir til seinni umræðu.
Áætlun gerir ráð fyrir almennt óbreyttum rekstri málaflokka á tímabilinu og íbúafjölgun að meðaltali 4% á ári.

6. mars, 2008

Sorphirðudagatal

Sorphirðudagatal fyrir árið 2008 úr sorphirðuhandbók er nú aðgengilegt á heimasíðunni undir stjórnsýsla, umhverfismál.
23. febrúar, 2008

Fjör í Flóanum í vor

Undirbúningur er hafinn fyrir Fjör í Flóanum, sveitarhátíðina okkar góðu í Flóahreppi. Fjörið verður haldið 30. maí til 1. júní. Húsnefndir félagsheimilanna þriggja í hreppnum hafa þegar haldið tvo fundi og fjölmargar hugmyndir um skemmtilega viðburði eru komnar á kreik.
Atvinnurekendur og ferðaþjónustuaðilar í Flóahreppi eru

13. febrúar, 2008

Gámur við Þjórsárver

Ruslagámur sem staðsettur var við Þjórsárver hefur nú verið fjarlægður eins og kynnt var í dreifibréfi með sorphirðuhandbók.
Gámasvæði sveitarfélagsins er í Heiðargerði við Kjötmjölsverksmiðjuna og við Félagslund. Á báðum þessum stöðum eru staðsettir gámar fyrir timbur, brotajárn og svokölluð græn kör fyrir endurnýtanlegan pappír og fernur, sjá leiðbeiningar í sorphirðuhandbók.
Einnig er verið að koma fyrir spilliefnagámum fyrir t.d. ýmis hreinsiefni, málningu, lím, leysiefni, rafhlöður osfrv.
10. febrúar, 2008

Snjómokstur

Vegagerðinni hefur verið sent bréf vegna snjómoksturs á þeim vegum sem hún sér alfarið um, Villingaholtsvegi (305) og Gaulverjabæjarvegi (33) en samkvæmt vegaáætlun Vegagerðar eru þessir vegir aðeins mokaðir tvisar í viku.

Flóahreppur rekur skóla við Villingaholtsveg, Flóaskóla og þar er einnig félagsheimilið Þjórsárver.

10. febrúar, 2008

Félagsheimili

Sigurður Tómas Björgvinsson, ráðgjafi hjá Stjórnsýsluráðgjöf kynnti vinnu við framtíðarsýn félagsheimila sveitarfélagsins og sameiginlegt rekstrarfyrirkomulag fyrir félagsheimilin þrjú á fundi sveitarstjórnar 6. febrúar s.l.

Farið var yfir tvær tillögur, tillögu 1 og tillögu 2, ávinning af samrekstri, hugsanlegt fyrirkomulag og hver næstu skref þyrftu að vera.

Sveitarstjórn leist vel á tillögu 1 og samþykkti að vinna að henni áfram með kynningu á fyrirkomulagi fyrir eigendum og húsnefndum. Einnig var samþykkt að ræða við starfsmenn félagsheimila og kynna þeim framkomnar hugmyndir.

Sveitarstjóra, oddvita og ráðgjafa falið að vinna áfram að málinu.

5. febrúar, 2008

Samningur um snjómokstur

Flóahreppur og Vegagerðin hafa skrifað undir samning um snjómokstur við Hellisbúið ehf.
Samningurinn er samskonar og gerður var við þrjá verktaka fyrr í vetur og er þannig háttað að verktaki skal, ef þess er nokkur kostur, hafa hreinsað alla tengivegi fyrir kl. 8 að morgni þá daga sem mokað er. Verktaki fylgist með og metur hvort þörf er á mokstri og hefur samband við Vegagerð, ef talin er ástæða til moksturs.

Mokstursmenn hafa haft nóg að gerar við snjómokstur undanfarna daga og vikur enda snjókoma verið meiri en nokkur undanfarin ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samnings. Það var Brynjólfur Jóhannsson verktaki sem skrifaði undir fyrir hönd Hellisbúsins ehf, Margrét Sigurðardóttir fyrir hönd Flóahrepps og Páll Halldórsson fyrir hönd Vegagerðarinnar.