Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps áttu fund með þingmönnum Suðurkjördæmis í Vík í Mýrdal föstudaginn 26. október.
Samkvæmt áætlun átti sveitarstjórn að hitta þingmenn í Þorlákshöfn fimmtudaginn 25. október en sökum áður skipulagðrar ferðar sveitarstjórnar um Flóahrepp var ákveðið að fara til Víkur og funda ásamt sveitarstjórnarmönnum Mýrdalshrepps með þingmönnum.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 3. október s.l. að óska eftir samstarfi við Brigitte Brugger, dýralækni, um bólusetningar ásetningslamba gegn garnaveiki og ormahreinsun hunda og katta.
Fyrirkomulag verður með sama móti á síðasta ári, þ.e. sveitarstjórn semur um verkið en eigendur búfjár greiða þann kostnað sem til fellur á bú þeirra.
Brigitte mun síðan við verklok afhenda sveitarstjóra yfirlit yfir unnið verk.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við sömu aðila og á síðasta ári um bólusetningar gegn garnaveiki og ormahreinsun hunda og katta.
Það verði gert með sama móti og á seinasta ári, þ.e. að sveitarfélagið semur við verktaka um verkið en eigendur búfjár greiði þann kostnað sem til fellur á bú þeirra.