Ungmennafélagið Baldur hélt upp á 100 ára afmæli félagsins laugardaginn 12. apríl í félagsheimilinu Þingborg.
Boðið var upp á hátíðarkvöldverð, forrétt og aðalrétt, sem Veisluþjónusta Suðurlands hafði veg og vanda að með dyggri aðstoð félaga úr Ungmennafélaginu sem þjónuðu til borðs.
Hlín Pétursdóttir söng við undirleik Editar Molnár og félagar úr ungmennafélaginu Vöku fluttu leikþátt um Gilitrutt í bundnu máli.
Ungmennafélagið fékk margar góðar gjafir, m.a. færði kvenfélag Hraungerðishrepps félaginu spöng við hátíðarbúning ungmennafélagsins sem fjallkonan hefur klæðst 17. júní ár hvert, allt frá árinu 1963. Sveitarstjórn færði félaginu 500.000 kr. peningagjöf og Búnaðarfélag Hraungerðishrepps færði félaginu 300.000 kr.preningagjöf. Einnig komu fulltrúar ungmennafélagsins Vöku, ungmennafélagsins Samhygðar, HSK, UMFÍ færandi hendi ásamt fleiri góðum gestum sem færðu félaginu gjafir og fluttu því kveðjur.
Ungir sem aldnir áttu saman góða og hátíðlega kvöldstund sem var í alla staði vel heppnuð.
Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps þann 19. mars s.l. var tekin til fyrri umræðu, tillaga að aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi 2006-2018 ásamt greinargerð.
Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 27. febrúar s.l. var þriggja ára fjárhagsáætlun 2009-2011 tekin fyrir til seinni umræðu.
Áætlun gerir ráð fyrir almennt óbreyttum rekstri málaflokka á tímabilinu og íbúafjölgun að meðaltali 4% á ári.
Undirbúningur er hafinn fyrir Fjör í Flóanum, sveitarhátíðina okkar góðu í Flóahreppi. Fjörið verður haldið 30. maí til 1. júní. Húsnefndir félagsheimilanna þriggja í hreppnum hafa þegar haldið tvo fundi og fjölmargar hugmyndir um skemmtilega viðburði eru komnar á kreik.
Atvinnurekendur og ferðaþjónustuaðilar í Flóahreppi eru