2. júlí, 2008

Nýr starfsmaður

Gyða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í hlutastarf við bókhald á skrifstofu Flóahrepps.
Gyða hefur mikla reynslu af störfum á skrifstofu sveitarfélaga en hún hefur unnið í tæp átján ár fyrir Rangárvallahrepp og seinna Rangárþing ytra.
Gyða er búsett á Hellu.
1. júlí, 2008

Samningur um sorpmál

Flóahreppur fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli á Íslandi til að flokka allan úrgang
Flóahreppur hefur fyrst sveitarfélaga á Suðurlandi tekið af skarið og samþykkt að allir íbúar þess flokki allan úrgang allt frá lífrænu sorpi, pappa, plasti yfir í litla málmhluti.

Fulltrúar Flóahrepps skrifuðu undir samning við fulltrúa Íslenska Gámafélagsins þann 30. júní eftir fund með íbúum sveitarfélagsins. Samningurinn mun taka gildi þann 1. júlí 2008 og gildir til fimm ára og felur í sér að allir íbúar Flóahrepps fái tvær tunnur til viðbótar þeirri tunnu sem íbúar eiga fyrir.

24. júní, 2008

Vatnsnotkun

Vatnsnotendur í Flóahreppi eru vinsamlegast beðnir um að stilla vatnsnotkun í hóf eins og unnt er.
Það má t.d. gera með því að láta vatn renna í ílát fyrir hross í úthögum eða kynna sér lausnir til brynningar.

24. júní, 2008

Reiðvegir

Sveitarstjórn hefur sent Vegagerðinni bréf vegna reiðvega í sveitarfélaginu. Þar kemur m.a. fram að sveitarstjórn telji nauðsynlegt að leggja reiðveg meðfram Gaulverjabæjarvegi í átt að Stokkseyri þar sem nýlega var lagt bundið slitlag.
24. júní, 2008

Sala fasteigna Flóahrepps

Sveitarstjórn samþykkti nýlega að auglýsa tvær af fasteignum sínum til sölu. Um er að ræða Gaulverjaskóla og jörðina Irpuholt.

Skólaskrifstofa Suðurlands hefur sagt upp samningi við sveitarfélagið um leigu á Gaulverjaskóla en þar hefur verið rekið meðferðarúrræði fyrir börn með hegðunar- og tilfinngaraskanir síðan 2006.
23. júní, 2008

Hver á sér fegra föðurland…

Litadýrð náttúrunnar er með ólíkindum þessa dagana en myndin hér til hliðar var tekin um miðnætti 21. júní s.l. í Flóahreppi.

23. júní, 2008

Ársreikningur 2007

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2007 var samþykktur af sveitarstjórn 19. júní s.l. að loknum tveimur umræðum.

Rekstarniðurstaða var jákvæð um rúmlega 56 milljónir.

23. júní, 2008

Íslenskir búningar

Fjöldi manns mætti í afmælisveislu U.M.F. Samhygðar og Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps í Félagslundi, m.a. systurnar Unnur Stefánsdóttir og Kristín Stefánsdóttir frá Vorsabæ sem skrýddust íslenskum búningum, Unnur í upphlut og Kristín í peysufötum.

23. júní, 2008

Afmælisveisla

Í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Samhygðar og 90 ára afmælis Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps buðu félögin til veislu í Félagslundi 21. júní s.l.