8. september, 2008

Kortasjá

Meðfylgjandi er linkur á svokallaða Kortasjá.
Með þessari kortasjá má skoða loftmyndir af landi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi og er hægt að leita eftir heimilisföngum. 
Kortasjá Suðurlands

1. september, 2008

Heimsókn frá Úganda

Sveitarstjóri og oddviti fengu á dögunum góðan gest í heimsókn, Moses Opio frá Úganda.
Hann stundar háskólanám og er að skrifa ritgerð um votlendi á Íslandi. 
29. ágúst, 2008

Fallegasta hæna Íslands

Á landbúnaðarsýningunni sem haldin var á Hellu dagana 22. - 24. ágúst s.l. var valin fallegast hæna Íslands.
Það er Ragnar Sigurjónsson, bóndi í Brandshúsum, Flóahreppi, sem er eigandi hænunnar en þau má sjá á myndinni hér til hliðar.
4. ágúst, 2008

Skólavistun í Flóaskóla

Sveitarstjórn hefur samþykkt að að rekin verði skólavistun í Flóaskóla skólaárið 2008-2009 ef tilskilinn lágmarksfjöldi barna næst.

30. júlí, 2008

Umbun til starfsmanna Flóahrepps

Sveitarstjórn hefur samþykkt að umbuna öllum starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega með eingreiðslu sem nemur 70.000 kr. Miðað er við að starfsmaður sé starfandi hjá sveitarfélaginu 1.september 2008 og hafi starfað hjá sveitarfélaginu í a.m.k. eitt ár í 100% starfi.

30. júlí, 2008

Yfirlit framkvæmda í Flóahreppi

Þær framkvæmdir sem ákveðið var að fara í við leikskóla og grunnskóla við síðustu fjárhagsáætlunargerð eru langt á veg komnar og eru áætluð verklok fyrir skólabyrjun á hvorum stað.

Í Krakkaborg var brotinn niður veggur milli ehdhúss og geymslu til að stækka aðstöðu í eldhúsi, dúkur var lagður á eldhúsgólf og húsið málað að innan. Hitarör voru sett í gólf í fjórum herbergjum og nýtt gólfefni sett á gólfin í þeim herbergjum.

25. júlí, 2008

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Guðrún Elísa Gunnarsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Flóahrepps.
Hún mun annast símsvörun og almenn skrifstofustörf frá 1. september n.k.
Guðrún býr í Hólshúsum, Flóahreppi.
2. júlí, 2008

Fundur Atvinnuþróunarfélags

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hélt stjórnarfund í Þingborg 2. júlí. Fundurinn hófst á fundi með sveitarstjórnarfólki og formanni Atvinnu-og ferðamálanefndar Flóahrepps.  Hrafn Þórðarson kynnti síðan skýrslu sína um styrkleikagreiningu sveitarfélaganna fjögurra sem standa við Þjórsá. Eftir kynningu fundaði stjórn Atvinnuþróunarfélagsins og að honum loknum var farið í heimsókn í Ölvisholt, Brugghús þar sem eigendur kynntu starfsemi sína.
2. júlí, 2008

Nýr starfsmaður

Gyða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í hlutastarf við bókhald á skrifstofu Flóahrepps.
Gyða hefur mikla reynslu af störfum á skrifstofu sveitarfélaga en hún hefur unnið í tæp átján ár fyrir Rangárvallahrepp og seinna Rangárþing ytra.
Gyða er búsett á Hellu.