5. júní 2008

Opnun þjónustumiðstöðvar

Opnunartími þjónustumiðstöðva vegna jarðskjálfta

Ráðinn hefur verið verkefnastjóri við þjónustumiðstöðva vegna jarðskjálfta, Ólafur Örn Haraldsson.
Þjónustumiðstöðvar sem starfræktar eru í Tryggvaskála á Selfossi og í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði verða opnar næstu daga sem hér segir:
4. júní 2008

Ölvisholt Brugghús

Laugardaginn 31. maí s.l. var formlegt opnunarhóf haldið í húsakynnum Ölvisholts Brugghúss en framleiðsla hófst 1. mars s.l. á sælkerabjórnum Skjálfta í gömlu fjósi sem breytt var í fullkomna bjórverksmiðju á örfáum mánuðum.
Opnunarhófið var vel heppnað, haldnar voru ræður, húsakynni skoðuð og Jón Elías Gunnlaugsson lýsti ferli framleiðslunnar.
Í Ölvisholti Brugghúsi er íslenskur bruggmeistari að störfum, Valgeir Valgeirsson.
4. júní 2008

Neysluvatn

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er að rannsaka neysluvatn í Flóahreppi.
Tekin verða sýni úr lögnum frá öllum lindum, Neistastaðalind, Samúelslind og Ruddakrókslind.
Við fyrstu skoðun virðist vatnið vera í lagi en Íbúar verða látnir vita ef svo er ekki.
3. júní 2008

Tjón á húsum

Þeir íbúar sem orðið hafa fyrir tjóni og skemmdum á húsum sínum vegna jarðskjálftans 29. maí s.l., vinsamlegast komið upplýsingum um það á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260 eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is
Einnig er gott að fá vitneskju um ef miklar skemmdir hafa orðið á innanstokks - og lausafjármunum.
Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar vegna skýrslugerðar um tjón í sveitarfélaginu fyrir almannavarnarnefnd.

31. maí 2008

Fjör í Flóa

Dagskrá Fjörs í Flóa er með óbreyttu sniði þrátt fyrir jarðskjálfta og jarðhræringar síðasta sólarhring. Dagurinn í dag byrjar með morgunmat í Þingborg í boði Fjörs í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi. Það eru allir velkomnir og um að gera að mæta og eiga saman notalega samverustund. Dagskrá Fjörsins má sjá hér til hliðar undir Fjör í Flóa-dagskrá.
31. maí 2008

Tímabundin þjónustumiðstöð

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun, 30. maí, tillögu dóms-og kirkjumálaráðherra, um að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kæmi á laggirnar í samráði við dóms-og kirkjumálaráðuneytið tímabundinni þjónustumiðstöð fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna jarðskjálfa á Suðurlandi 29. maí 2008.

29. maí 2008

Viðlagatrygging

Viðlagatrygging Íslands bætir tjón af völdum jarðskjálfta á húseignum og ennfremur á lausafé hafi eigendur tryggt það gegn bruna.

 

Tjónþolum er bent á að tilkynna tjón sitt til þess vátryggingafélags sem seldi því vátrygginguna. Matsmenn vátryggingafélaganna munu meta tjón á innbúi og lausafjármunum.

29. maí 2008

Jarðskjálfti

Samkvæmt ábendingum frá Almannavarnarnefnd Árborgar og nágrennis er ekki talin ástæða til að grípa til ráðstafana umfram það sem almannavarnarnefndin er að gera, í Flóahreppi.
Skjálftinn, sem mældist um 6,1 á richter, reið yfir laust fyrir kl. 16.00 í dag. Eignatjón í Flóahreppi virðist í fljótu bragði ekki vera mjög mikið en þó brotnaði talsvert af glermunum í Laugardælum og allsstaðar var fólki brugðið.
Sími á skrifstofu Flóahrepps var opinn fram eftir kvöldi og verður skrifstofan opin á morgun, föstudag á venjulegum tíma. Síminn hjá lögreglu Árnessýslu er 480-1010 og neyðarsími 112.
29. maí 2008

Viðbrögð eftir skjálfta

Viðbrögð eftir jarðskjálfta

Á Selfossi hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð í Sólvallaskóla.
Björgunarsveitir eru á ferðinni á skjálftasvæðinu. Landssamband björgunarsveita Landsbjörg hafa sent stjórnendur inn á jarðskjálftasvæðiðtil að styrkja svæði sem verst hafa orðið úti. Björgunarsveitir frá Klaustri til höfuðborgarsvæðisins. Auk þess hafa verið send tjöld og búnaður frá Suðurnesjum.

Ef verulegar skemmdir hafa orðið á húsum er nauðsynlegt að loka fyrir vatnsinntak og slökkva á aðalrofa í rafmagnstöflu. Athugið hvort hættuleg eða eldfim efni hafi hellst niður. Farið rólega út ef annar skjálfti verður, varist óðagot. Hlustið á útvarp þar sem allar tilkynningar um skjálftann ogönnur mikilvæg atriði verður útvarpað um leið og ástæða þykir. Klæðist hlífðarfötum og góðum skóm þar sem hlutir og glerbrot geta verið að falla eftir skjálftan. Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnast hjálpar.