Þeir íbúar sem orðið hafa fyrir tjóni og skemmdum á húsum sínum vegna jarðskjálftans 29. maí s.l., vinsamlegast komið upplýsingum um það á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260 eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is
Einnig er gott að fá vitneskju um ef miklar skemmdir hafa orðið á innanstokks - og lausafjármunum.
Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar vegna skýrslugerðar um tjón í sveitarfélaginu fyrir almannavarnarnefnd.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun, 30. maí, tillögu dóms-og kirkjumálaráðherra, um að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kæmi á laggirnar í samráði við dóms-og kirkjumálaráðuneytið tímabundinni þjónustumiðstöð fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna jarðskjálfa á Suðurlandi 29. maí 2008.
Viðlagatrygging Íslands bætir tjón af völdum jarðskjálfta á húseignum og ennfremur á lausafé hafi eigendur tryggt það gegn bruna.
Tjónþolum er bent á að tilkynna tjón sitt til þess vátryggingafélags sem seldi því vátrygginguna. Matsmenn vátryggingafélaganna munu meta tjón á innbúi og lausafjármunum.
Viðbrögð eftir jarðskjálfta |
Á Selfossi hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð í Sólvallaskóla. Ef verulegar skemmdir hafa orðið á húsum er nauðsynlegt að loka fyrir vatnsinntak og slökkva á aðalrofa í rafmagnstöflu. Athugið hvort hættuleg eða eldfim efni hafi hellst niður. Farið rólega út ef annar skjálfti verður, varist óðagot. Hlustið á útvarp þar sem allar tilkynningar um skjálftann ogönnur mikilvæg atriði verður útvarpað um leið og ástæða þykir. Klæðist hlífðarfötum og góðum skóm þar sem hlutir og glerbrot geta verið að falla eftir skjálftan. Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnast hjálpar. |