25. febrúar 2007

Skipulags-og byggingarmál

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt samstarf við uppsveitir Árnessýslu um skipulags-og byggingarmál en þar er rekið öflugt starf á þessu sviði. Kostnaður við embættið verður greiddur með tekjum þess, þ.e. reiknað er með að málaflokkurinn standi undir sér en falli til kostnaður við endanlegt uppgjör hvers árs, greiðist hann í hlutfalli við fjölda teikninga (25%), fjölda byggingarleyfa (25%) og fjölda mála í skipulagsnefnd (50%).
24. febrúar 2007

Kynningarátak um söfnun ónýtra rafhlaðna

Úrvinnslusjóður hrindir í dag af stað kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í kynningarátakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás.

22. febrúar 2007

Frá Krakkaborg

Foreldrakynningarkvöld. Miðvikudaginn 21.mars kl. 20:30 verður annað foreldrakynningarkvöld í leikskólanum. Það kvöld viljum við bjóða foreldra velkomna í leikskólann og skoða það starf sem fer fram þar.
16. febrúar 2007

Heimasíða Flóahrepps

Upplýsingasíða Flóahrepps, / var formlega opnuð 16. febrúar s.l. Það var Aðalsteinn Sveinsson, oddviti sem opnaði síðuna. Henni er ætlað að innihalda alhliða upplýsingar fyrir alla þá sem áhuga hafa á sveitarfélaginu og málefnum þess.
13. febrúar 2007

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið samþykkt eftir tvær umræður eins og lög gera ráð fyrir.

13. febrúar 2007

Skipulags-og byggingarfulltrúi

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur leitað eftir samstarfi á sviði skipulags-og byggingarmála til uppsveita Árnessýslu.

13. febrúar 2007

Samgöngumál

Í bréfi, sem sveitarstjórn Flóahrepps sendi til samgöngunefndar Alþings er lýst yfir vonbrigðum með hversu litlar framkvæmdir eru fyrirhugaðar til vegbóta í sveitarfélaginu.

13. febrúar 2007

Atvinnu-og ferðamál

Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða ekki að svo stöddu, atvinnu-og ferðamálafulltrúa.

5. febrúar 2007

Vatnsveita Flóahrepps

Sveitarstjórn hefur samþykkt að vatnsveita í Hraungerðishreppi og vatnsveita í Gaulverjabæjarhreppi og Villingaholtshreppi verði eftirleiðis nefnd vatnsveita Flóahrepps með fyrirvara um samþykki Árborgar sem á hlut í veitunni.