12. september 2007

Fólksfjöldi

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var fjöldi íbúa í Flóahreppi 561 í apríl síðastliðnum. 
Karlar voru 298 og konur 263.
Við stofnun Flóahrepps fyrir rúmu ári síðan voru íbúar um 526.
9. september 2007

Umhverfisverðlaun 2007

Umhverfisverðlaun Flóahrepps fyrir árið 2007 voru afhent föstudaginn 7. september.

Veitt voru verðlaun fyrir lögbýli og opinbera stofnun sem þóttu skara fram úr varðandi snyrtimennsku og góða umhirðu.

Bærinn Stóru Reykir fékk verðlaun sem snyrtilegasta lögbýlið og félagsheimilið Þjórsárver fékk verðlaun sem snyrtilegasta opinbera stofnunin.

9. september 2007

Gaulverjabæjarvegur

Á fundi sveitarstjórnar 5. september s.l. var eftirfarandi bókað:
Unnið er að langþráðri uppbyggingu vegar 33 í Flóahreppi frá Skipum að Gaulverjabæ. Allt stefnir í að ekki verði hægt að ljúka vegalagningunni í gegnum land Vestri-Loftsstaða.

20. ágúst 2007

Tré og List

19. ágúst var listagalleríið Tré og list formlega opnað við hátíðlega athöfn í Forsæti.
Það eru hjónin Bergþóra og Ólafur sem standa fyrir framtakinu en þau hafa breytt fyrrverandi fjósi í sérlega góða og skemmtilega aðstöðu til sýninga og kynningar á handverki og listmunum.
Meðal þess sem er til sýnis í Tré og list eru gömul verkfæri, ljósmyndir af veðurfari eftir Ólaf og síðast en ekki síst listmunir eftir Siggu á Grund. 

19. ágúst 2007

Þjótandi

Landbúnaðarráðuneytið hefur synjað ósk sveitarstjórnar Flóahrepps um hugsanleg kaup á jörðinni Þjótanda.

19. ágúst 2007

Hitaveita

Sveitarstjórn átti á dögunum fund með Kristjáni Sæmundssyni og Guðna Axelssyni,
starfsmönnum Isor (Íslenskum orkurannsóknum).
Fundurinn var fróðlegur en Kristján þekkir vel þau svæði sem hugsanlegt er að finna heitt vatn á.
27. júlí 2007

Húsaleigubætur

Þeir aðilar sem hyggjast sækja um húsaleigubætur þurfa að skila umsókn á skrifstofu sveitarfélagsins á þar til gerðu eyðublaði og gildir umsóknin til áramóta hvers árs nema hjá nemendum en þeirra umsókn gildir jafnlengi og húsaleigusamningur. 
4. júlí 2007

Vatnsmál

Sökum þurrka undanfarnar vikur er farið að örla á vatnsskorti í sveitarfélaginu.
Það er vinsamleg ábending til þeirra sem eru með sírennsli í úthögum fyrir hross að láta renna í ílát eða kynna sér aðrar lausnir til brynningar.
Sími hjá vatnsveitu er 862-6848
3. júlí 2007

Aðalskipulagsvinna

Almennur kynningarfundur fyrir íbúa Flóahrepps á drögum að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps var haldinn þann 25. júní sl. Á fundinum voru kynntar tvær tillögur, ein án hugsanlegrar Urriðafossvirkjunar og ein tillaga með virkjuninni. Sveitarstjórn mat það svo að eðlilegt væri að kynna báðar tillögurnar fyrir íbúum Flóahrepps til að fá fram sjónarmið þeirra. Á fundi sveitarstjórnar þann 2.júlí s.l. var lögð fram fundargerð af íbúafundinum.