30. desember, 2008

Sorpmál

Nú er komið út sorphirðudagatal fyrir árið 2009 og verður það sent á hvert heimili í Flóahreppi innan skamms ásamt upplýsingum um ýmislegt sem við kemur sorphirðu, sorpflokkun og sorpeyðingu.
Dagatal má sjá hér.
22. desember, 2008

Jólakveðja

Starfsfólk skrifstofu og umsjónarmaður fasteigna í Flóahreppi óskar íbúum og velunnurum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir góð samskipti á árinu.
Margrét, Gyða, Guðrún Elísa og Guðmundur Jón.
11. desember, 2008

Fundur með iðnaðarráðherra

Að frumkvæði framkvæmdanefndar Þjórsársveita var haldinn fundur með iðnaðarráðherra til að upplýsa ráðuneytið um markmið Þjórsársveita og ræða um framtíðarnýtingu orku úr Þjórsá.
5. desember, 2008

Forsendur fjárhagsáætlunar 2009

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillögu að álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2009. Gert er ráð fyrir óbreyttri gjaldskrá frá fyrra ári utan sorphirðugjalda fyrir almennt sorp sem fer til urðunar.
5. desember, 2008

Aðalskipulag Flóahrepps

Aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 4. desember s.l. áður auglýsta tillögu að aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi ásamt greinargerð og skýringaruppdrætti sem og fyrirliggjandi umsagnir sveitarstjórnar um athugasemdir.

4. desember, 2008

Aðstoðarleikskólastjóri

Karen Viðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Krakkaborg. Hún hefur gegnt starfi sérkennslustjóra við leikskólann síðan í byrjun ágúst og mun gera það áfram ásamt starfi aðstoðarleikskólastjóra. Ekki hefur verið starfandi aðstoðarleikskólastjóri fyrr við Krakkaborg og er Karen boðin velkomin til nýrra ábyrgðarstarfa innan leikskólans.

2. desember, 2008

Jólaljós í Flóaskóla

Kveikt var á jólaljósum jólatrés við Flóaskóla þriðjudaginn 2. desember.
Tréð er gjöf frá Skógræktardeild ungmennafélagsins Samhygðar og kemur úr Timburhólaskógi.
1. desember, 2008

Fréttabréfið Muninn

Vakin er athygli á því að fréttabréfið Muninn er kominn á heimasíðuna. Muninn er hýstur undir mannlíf, UMF Baldur, fréttabréf Muninn.
Fréttabréfið Áveitan er einnig komin á sinn stað hér til vinstri.
29. nóvember, 2008

Jólahlaðborð starfsmanna

Starfsmenn í Flóahreppi tóku sig saman og fóru á jólahlaðborð í Skíðaskálanum Hveradal, föstudaginn 28. nóvember.
Þetta var í fyrsta en örugglega ekki síðasta skipti sem starfsmenn fara saman út að borða í upphafi aðventunnar.
Myndir frá jólahlaðborði má sjá í myndasafni.