28. október 2007

Vettvangsferð sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Flóahrepps, sveitarstjóri, starfsmaður á skrifstofu og umsjónarmaður fasteigna fóru í vettvangsferð um Flóahrepp fimmtudaginn 25. október.
Fyrirhugað var að skoða borholur hitaveitna í sveitarfélaginu og kaldavatnslindir en þar sem mjög illa viðraði var ákveðið að breyta ferðatilhögun og halda sig meira innandyra.
19. október 2007

Endurskoðun fjárhagsáætlunar

Á fundi sveitarstjórnar 17. október s.l. var endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt.
Breytingar eru helst fólgnar í því að tekjujöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs er mun hærra en gert var ráð fyrir eða um 35 milljónir alls.
19. október 2007

Áhættumat

Íbúafundur var haldinn í Félagslundi í gær, fimmtudaginn 18. október, til kynningar á hættumati vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Milli 50 og 60 manns voru samankomnir til að hlýða á framsögu Dóru Hjálmarsdóttur, verkfræðings hjá VST sem kynnti áhættumatið.
18. október 2007

Fundargerð

Hér má sjá fundargerð sveitarstjórnar frá fundi 17. október.
https://floahreppur.is//vefsidan/data/
MediaArchive/files/34._fundur_sveitarstjornar.doc
17. október 2007

Bólusetningar og ormahreinsun

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 3. október s.l. að óska eftir samstarfi við Brigitte Brugger, dýralækni, um bólusetningar ásetningslamba gegn garnaveiki og ormahreinsun hunda og katta.

Fyrirkomulag verður með sama móti á síðasta ári, þ.e. sveitarstjórn semur um verkið en eigendur búfjár greiða þann kostnað sem til fellur á bú þeirra.

Brigitte mun síðan við verklok afhenda sveitarstjóra yfirlit yfir unnið verk.

12. október 2007

Grænt ljós á neysluvatn

Eftir endurteknar sýnatökur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er niðurstaðan sú að neysluvatnið uppfyllir ákvæði neysluvatnsreglugerðar um vatnsgæði.
Tekin voru sýni á mismunandi stöðum á veitunni og reyndust þau vera í lagi.
Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á að sjóða drykkjarvatn til að tryggja heilnæmi þess.
10. október 2007

Garnaveikibólusetning

Sveitarstjórn hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við sömu aðila og á síðasta ári um bólusetningar gegn garnaveiki og ormahreinsun hunda og katta.
Það verði gert með sama móti og á seinasta ári, þ.e. að sveitarfélagið semur við verktaka um verkið en eigendur búfjár greiði þann kostnað sem til fellur á bú þeirra.

10. október 2007

Fjölnota íþróttahús í Flóahreppi

Stjón ungmennafélagsins Vöku hefur sent inn erindi til sveitarstjórnar og lýst áhuga á þátttöku í byggingu fjölnota íþróttahúss við Þjórsárver/Flóaskóla.
Með byggingu þess myndi aðstaða til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar lagast til muna fyrir nemendur Flóaskóla svo og aðra íbúa sveitarfélagsins.
10. október 2007

Ónothæft neysluvatn

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur farið fram á það að vatn úr lindinni við Urriðafoss verið ekki notað framvegis sem neysluvatn en lindin var tengd í nokkra daga seinnipart sumars vegna vatnsskorts.

Í miklum rigningum eins og verið hafa í haust getur vatn lindarinnar mengast af yfirborðsvatni.

Verið er að leita leiða í vatnsöflun þessa dagana og verður lögð áhersla á að hraða þeirri vinnu eftir föngum.