Sveitarstjórn hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við sömu aðila og á síðasta ári um bólusetningar gegn garnaveiki og ormahreinsun hunda og katta.
Það verði gert með sama móti og á seinasta ári, þ.e. að sveitarfélagið semur við verktaka um verkið en eigendur búfjár greiði þann kostnað sem til fellur á bú þeirra.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur farið fram á það að vatn úr lindinni við Urriðafoss verið ekki notað framvegis sem neysluvatn en lindin var tengd í nokkra daga seinnipart sumars vegna vatnsskorts.
Í miklum rigningum eins og verið hafa í haust getur vatn lindarinnar mengast af yfirborðsvatni.
Verið er að leita leiða í vatnsöflun þessa dagana og verður lögð áhersla á að hraða þeirri vinnu eftir föngum.
Réttað var í Reykjaréttum í morgun, laugardaginn 15. september í kalsarigningu.
Færra var um tvífætlinga en oft áður sem má þakka eða kenna veðrinu, allt eftir því hvernig á það er litið.