17. mars, 2009

Með fiðring í maga

Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni setur upp leiksýninguna "Með fiðring í maga" í félagsheimilinu Félagslundi á miðvikudag kl. 20:30

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Hera Sigurðardóttir sömdu handrit fyrir leikritið. Jóhanna Friðrika leikstýrir einnig verkinu. Yfir 40 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt, þar á meðal 25 leikarar og dansarar og 6 manna hljómsveit.

16. mars, 2009

Bútasaumur í Félagslundi

Félagsheimilin i Flóahreppi eru nýtt á margvíslegan hátt. 13. og 14. mars var haldið námskeið í bútasaum í Félagslundi.

Fyrir námskeiðinu stóð Guðrún Erla Gísladóttir ættuð frá Selfossi nú búsett í Bandaríkjunum.

10. mars, 2009

Ungfrú Suðurland 2009

Fegursta stúlka Suðurlands árið 2009 er úr Flóahreppi en Ellý Hrund Guðmundsdóttir frá Hólshúsum var kjörin fegurst stúlkna á Suðurlandi föstudaginn 6. mars s.l.
10. mars, 2009

Páskahretið

Leikhópur ungmennafélaganna í Flóahreppi hefur nú sýnt gamanleikinn Páskahret fimm sinnum og er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar. Áhorfendur hafa skemmt sér konunglega yfir hrakförum ferðahóps sem verður innlyksa í veðurofsa við Hrafntinnusker.
5. mars, 2009

Upplestrarkeppni

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina var haldin í Flóaskóla þriðjudaginn 24. febrúar. Sigurvegarar voru Sveinn Orri Einarsson og Einar Víglundur Kristjánsson, Hjördís Björg Viðjudóttir var valin sem varamaður.

25. febrúar, 2009

Snemmbúið páskahret í Flóahreppi

Ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi, Vaka, Samhygð og Baldur munu föstudagskvöldið 27. febrúar frumsýna leikritið “Páskahret” eftir Árna Hjartarson í Þingborg. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson.

18. febrúar, 2009

Fjárhagsáætlun 2009

Fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2009 má sjá undir dálkinum stjórnsýsla, fjárhagsáætlanir og ársreikningar.
Fjárhagsáætlun má einnig sjá hér.

10. febrúar, 2009

Styrkir til ferðaþjónustu

Styrkir til uppbyggingar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að veita 100 milljónum króna af byggðaáætlun 2006-2009 til að styrkja uppbyggingu í ferðaþjónustu. Styrkirnir skiptast í tvo flokka og er nauðsynlegt að verkefnið sé atvinnuskapandi á viðkomandi svæði. Flokkarnir eru:

6. febrúar, 2009

Páskahret

Undanfarnar vikur hafa Ungmennafélögin í Flóahreppi staðið í ströngu við æfingar og uppsetningu á leikritinu Páskahret eftir Árna Hjartarson í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar.