18. desember 2007

Hús á ferðinni

Milli storma undanfarið, eða nánar tiltekið þann 11. desember sl. var gamla íbúðarhúsið í Vaðlakoti tekið af grunni sínum og flutt að Austur - Meðalholtum. Þar hyggst Hannes Lárusson gera það upp.
14. desember 2007

Flóaskóli lokaður vegna veðurs

Í dag, föstudaginn 14. desember, er Flóaskóli lokaður vegna veðurs. Forráðamenn eru beðnir um að beina öllum fyrirspurnum varðandi lokun skóla til skólastjóra í síma 663-5720 eða á netfang kristin@floahreppur.is
9. desember 2007

Átthagafræðinámskeið

Mánudaginn 3. desember lauk átthagafræðinámskeiðinu Flóahreppur,land og saga, sem haldið hefur verið á hverju mánudagskvöldi síðan 1. október.

Rúmlega fjörutíu þátttakendur voru útskrifaðir á lokakvöldinu sem fór fram í Þjórsárveri og sá kvenfélag Villingaholtshrepps um glæsilegar veitingar.

9. desember 2007

Jólaljós

Nú er jólaundirbúningur víðast að ná hámarki og Flóahreppur að færast í jólabúning eins og aðrir staðir landsins.
Kveikt var á jólatré við Krakkaborg í lok nóvember á föndurdegi leikskólans. Börnin sungu jólalög með starfsmönnum leikskólans og boðið var upp á heitt kakó og smákökur.
Í Flóaskóla var kveikt á jólatré 4. desember með viðhöfn. Skógræktarfélag Gaulverjabæjarhrepps gaf skólanum tré og fluttu Kristín Sigurðardóttir skólastjóri og Helgi Stefánsson formaður skógræktarfélagsins ávarp.
 Það er Guðmundur Jón Sigurðsson, starfsmaður sveitarfélagsins sem hefur haft veg og vanda að uppsetningu jólaljósa á jólatréin við Krakkaborg og við Flóaskóla, leikskólann, félagsheimilin Þingborg og Félagslund.
Á myndinni má sjá ljósum prýtt jólatré við leikskólann, tekinn einn fallegan morgun við sólarupprás.

27. nóvember 2007

Slys á Gaulverjabæjarvegi

Fyrir nokkrum dögum varð slys á vegkafla þeim sem skilinn var eftir við lagningu slitlags á Gaulverjabæjarvegi sl. sumar og haust.
Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri missti stjórn á bíl sínum og velti á móts við bæinn Tungu þegar komið var út af malbikinu inn á malarvegskaflann sem var skilinn eftir.

26. nóvember 2007

Lausir tímar í Þingborg

Lausir tímar í félagsheimilinu Þingborg kl. 16:00 - 19:00, hentugir til íþróttaiðkunar og hvers sem er. Leitið nánari upplýsinga hjá húsverði í síma 691-7082.

17. nóvember 2007

Áskorun starfsmanna á Litla-Hrauni

Sveitarstjórn Flóahrepps styður hugmyndir starfsmanna á Litla-Hrauni heilshugar og tekur undir áskorun þeirra um uppbyggingu í fangelsismálum á Íslandi verði enn meiri á Litla-Hrauni en áætlanir ger ráð fyrir.

17. nóvember 2007

Háskólafélag Suðurlands

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillögu stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands um að eignarhlutur Flóahrepps í verkefnasjóði félagsins í lok árs 2007 verði lagður inn í væntanlegt Háskólafélag Suðurlands ehf. sem hlutafé og fagnar framtaki um háskólafélag.

17. nóvember 2007

Félagsþjónusta

Á fundi sveitarstjórnar 14. nóvember var staðfestur samstarfssamningur um sameiginlega félagsþjónustu í uppsveitum og Flóahreppi.
Fulltrúi Flóahrepps í félagsmálanefnd verður Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka og varamaður Magnús Guðmundsson í Oddgeirshólum.
Sveitarstjórn fagnaði því að mikilvægur málaflokkur sé kominn í góðan farveg.