3. apríl, 2009

Ársreikningur Flóahrepps 2008

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2008 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 1. apríl s.l.
Reiknað er með að reikningurinn verði tekinn til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 16. apríl n.k.

31. mars, 2009

Árshátíð Flóaskóla

Árshátíðin verður haldin fimmtudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00 í Félagslundi. Dagskráin verður vönduð en nemendur hafa undanfarið æft stytta útgáfu af Kardimommubænum. Allir nemendur skólans koma að leik, söngvum, förðun og leikbúningum eða vinnu við sviðsmynd og skreytingar á sal.

31. mars, 2009

Orð og vængir í Húsinu á Eyrarbakka

Frönsku listakonurnar Heléne Dupont og Pascale Cécile Darricau sýna verk sín í borðstofu Hússins á Eyrarbakka yfir páskana. Heléne vinnur myndverk með blandaðri tækni, vatnslitum, bleki, álímingu o.fl. en Pascale notar pappamassa, leir og notaða hluti í sín verk.

28. mars, 2009

Veglýsingar við Flóaveg

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur lýst yfir áhyggjum af því hversu lítil lýsing er við Flóaveg í austurátt frá Selfossi. Þar er talsverð umferð gangandi fólks og hestafólks og alvarleg slys orðið eins og kunnugt er.
Óskað hefur verið eftir því við Vegagerðina að lýsing verði sett a.m.k að Laugardælaafaleggjara.
25. mars, 2009

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Minnt er á að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi fimmtudaginn 26. mars n.k. á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á milli klukkan 13 og 15. Endilega nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og reifa leiðir til atvinnuþróunar.

23. mars, 2009

Ólafsvíkuryfirlýsing

Föstudaginn 20. mars s.l. skrifaði oddviti Flóahrepps og umhverfisráðherra undir svokallaða Ólafsvíkuryfirlýsingu.
23. mars, 2009

Tengivegir eða torfærur?

Margir hinna svokölluðu tengivega í Flóahreppi mætti frekar kalla torfærubrautir, fínar leiðir fyrir torfæruhjól og rallýbíla að æfa sig á þar sem leðjukenndur ofaníburðurinn spýtist í allar áttir og heilmikla færni þarf til að halda ökutækjum á veginum.

17. mars, 2009

Síðasta sýningahelgi á Páskahreti!

Nú um helgina eru síðustu sýningar Ungmennafélaganna á Páskahreti eftir Árna Hjartarson, í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar.

Páskahret er gamanleikrit með glæpsamlegu ívafi þar sem ástir, afbrýði og tilviljanir leiða til ótrúlegra atburða.

Síðustu sýningar eru sem hér segir:

17. mars, 2009

Með fiðring í maga

Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni setur upp leiksýninguna "Með fiðring í maga" í félagsheimilinu Félagslundi á miðvikudag kl. 20:30

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Hera Sigurðardóttir sömdu handrit fyrir leikritið. Jóhanna Friðrika leikstýrir einnig verkinu. Yfir 40 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt, þar á meðal 25 leikarar og dansarar og 6 manna hljómsveit.