Mánudaginn 3. desember lauk átthagafræðinámskeiðinu Flóahreppur,land og saga, sem haldið hefur verið á hverju mánudagskvöldi síðan 1. október.
Rúmlega fjörutíu þátttakendur voru útskrifaðir á lokakvöldinu sem fór fram í Þjórsárveri og sá kvenfélag Villingaholtshrepps um glæsilegar veitingar.
Fyrir nokkrum dögum varð slys á vegkafla þeim sem skilinn var eftir við lagningu slitlags á Gaulverjabæjarvegi sl. sumar og haust.
Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri missti stjórn á bíl sínum og velti á móts við bæinn Tungu þegar komið var út af malbikinu inn á malarvegskaflann sem var skilinn eftir.
Lausir tímar í félagsheimilinu Þingborg kl. 16:00 - 19:00, hentugir til íþróttaiðkunar og hvers sem er. Leitið nánari upplýsinga hjá húsverði í síma 691-7082.
Sveitarstjórn Flóahrepps styður hugmyndir starfsmanna á Litla-Hrauni heilshugar og tekur undir áskorun þeirra um uppbyggingu í fangelsismálum á Íslandi verði enn meiri á Litla-Hrauni en áætlanir ger ráð fyrir.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillögu stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands um að eignarhlutur Flóahrepps í verkefnasjóði félagsins í lok árs 2007 verði lagður inn í væntanlegt Háskólafélag Suðurlands ehf. sem hlutafé og fagnar framtaki um háskólafélag.