Þriðjudaginn 8.janúar koma tveir nemar frá Háskólanum á Akureyri til okkar í verknám og verða í janúar. Þær heita Eva Hrönn Jónsdóttir og Edda Lydia Þorsteinsdóttir. Þórdís Guðrún starfsmaður á Bangsadeild fer í verknám á Selfossi, leikskólann Ásheima. Að lokum viljum við óska öllum gæfu og gengis á nýju ári.
Leikskólastjóri.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti samhljóða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2008 eftir tvær umræður.
Óskað var eftir tillögum frá stjórnendum stofnana og kjörnum nefndum sveitarfélasins.
Áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi:
Heildartekjur kr. 320.862.000
Rekstrargjöld kr. 299.840.000
Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta er kr. 18.041.000
Heildarfjárfesting er áætluð kr. 56.500.000