Þeir tengivegir í Flóahreppi sem ekki hafa verið lagðir með bundnu slitlagi eru í afar lélegu ástandi. Viðhald og uppbygging tengivega í Flóahreppi hefur verið í lágmarki og þarf að auka verulega.
Sveitarstjórn hefur sent Vegagerðinni eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009.
Áætlunin gerir ráð fyrir eftirfarandi í þús. kr.:
Fréttabréf UMF Baldurs, Muninn mun kom út með hefðbundnu sniði um mánaðarmótin janúar-febrúar. Ef þú hefur fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga að birtast í þessu febrúarblaði, vinsamlegast komið þeim á netfangið ballroq@hotmail.com fyrir 30. janúar nk. Blaðið mun síðan koma út strax eftir þá helgina eða dagana 3-4 febrúar.
Umhverfisverðlaun Flóahrepps voru afhent í annað sinn í upphafi þessa árs. Það voru ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi sem hlutu verðlaunin fyrir árið 2008 en þau eru Ungmennafélagið Baldur í Hraungerðishreppi, Ungmennafélagið Samhygð í Gaulverjahreppi og Ungmennafélagið Vaka í Villingaholtshreppi.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ítrekað áskorun sína til samgönguyfirvalda og Vegagerðar um að settar verði aðreinar við helstu gatnamót á þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn hefur jafnframt óskað eftir úrbótum fyrir gangandi vegfarendur við Flóaveg í nágrenni Selfoss og lýst yfir vilja til samráðs um þær.