Sigurður Tómas Björgvinsson, ráðgjafi hjá Stjórnsýsluráðgjöf kynnti vinnu við framtíðarsýn félagsheimila sveitarfélagsins og sameiginlegt rekstrarfyrirkomulag fyrir félagsheimilin þrjú á fundi sveitarstjórnar 6. febrúar s.l.
Farið var yfir tvær tillögur, tillögu 1 og tillögu 2, ávinning af samrekstri, hugsanlegt fyrirkomulag og hver næstu skref þyrftu að vera.
Sveitarstjórn leist vel á tillögu 1 og samþykkti að vinna að henni áfram með kynningu á fyrirkomulagi fyrir eigendum og húsnefndum. Einnig var samþykkt að ræða við starfsmenn félagsheimila og kynna þeim framkomnar hugmyndir.
Sveitarstjóra, oddvita og ráðgjafa falið að vinna áfram að málinu.
Flóahreppur og Vegagerðin hafa skrifað undir samning um snjómokstur við Hellisbúið ehf.
Samningurinn er samskonar og gerður var við þrjá verktaka fyrr í vetur og er þannig háttað að verktaki skal, ef þess er nokkur kostur, hafa hreinsað alla tengivegi fyrir kl. 8 að morgni þá daga sem mokað er. Verktaki fylgist með og metur hvort þörf er á mokstri og hefur samband við Vegagerð, ef talin er ástæða til moksturs.
Mokstursmenn hafa haft nóg að gerar við snjómokstur undanfarna daga og vikur enda snjókoma verið meiri en nokkur undanfarin ár.
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samnings. Það var Brynjólfur Jóhannsson verktaki sem skrifaði undir fyrir hönd Hellisbúsins ehf, Margrét Sigurðardóttir fyrir hönd Flóahrepps og Páll Halldórsson fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Kynningarnefnd Félags leikskólakennara hefur unnið frá 2005. Eitt af hlutverkum nefndarinnar var að tileinka leikskólanum einn dag á ári. Dagur leikskólann verður þann 6.febrúar ár hver, en þennan dag árið 1950 var fyrsta félag leikskólakennara stofnað.
Sveitarstjórn barst erindi frá Iðnaðaráðuneyti í lok síðasta árs þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu.
Óskað var eftir yfirliti frá Rarik um hvar búið væri að leggja þriggja fasa rafmagn og hvar áætlað er að leggja það í nánustu framtíð.
Sveitarstjórn Flóahrepps leggur áherslu á það að lagt verði þriggja fasa rafmagn að hverjum bæ í sveitarfélaginu sem allra fyrst og sendi Iðnaðarráðuneyti upplýsingar samkvæmt yfirliti Rarik um þá bæji sem ekki eru enn komnir með þriggja fasa rafmagn.
Fræðslunefnd og sveitarstjórn áttu saman fund 23. janúar s.l. þar sem m.a. var fjallað um mötuneytismál og farið yfir skýrslu frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands þar að lútandi.
Fræðslunefnd taldi að ekki gæti orðið hagræðing í rekstri miðað við þær verklagsreglur sem miðað var við í skýrslunni.
Fram kom nauðsyn þess að vinna eftir manneldismarkmiðum og að samræma matseðla og innkaup í leik-og grunnskóla.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur óskað formlega eftir því við Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps að farið verði í samningaviðræður um samstarf í kaldavatnsmálum.