Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni setur upp leiksýninguna "Með fiðring í maga" í félagsheimilinu Félagslundi á miðvikudag kl. 20:30
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Hera Sigurðardóttir sömdu handrit fyrir leikritið. Jóhanna Friðrika leikstýrir einnig verkinu. Yfir 40 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt, þar á meðal 25 leikarar og dansarar og 6 manna hljómsveit.
Félagsheimilin i Flóahreppi eru nýtt á margvíslegan hátt. 13. og 14. mars var haldið námskeið í bútasaum í Félagslundi.
Fyrir námskeiðinu stóð Guðrún Erla Gísladóttir ættuð frá Selfossi nú búsett í Bandaríkjunum.
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina var haldin í Flóaskóla þriðjudaginn 24. febrúar. Sigurvegarar voru Sveinn Orri Einarsson og Einar Víglundur Kristjánsson, Hjördís Björg Viðjudóttir var valin sem varamaður.
Ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi, Vaka, Samhygð og Baldur munu föstudagskvöldið 27. febrúar frumsýna leikritið “Páskahret” eftir Árna Hjartarson í Þingborg. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson.
Fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2009 má sjá undir dálkinum stjórnsýsla, fjárhagsáætlanir og ársreikningar.
Fjárhagsáætlun má einnig sjá hér.
Styrkir til uppbyggingar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni |
Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að veita 100 milljónum króna af byggðaáætlun 2006-2009 til að styrkja uppbyggingu í ferðaþjónustu. Styrkirnir skiptast í tvo flokka og er nauðsynlegt að verkefnið sé atvinnuskapandi á viðkomandi svæði. Flokkarnir eru: |