Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2008 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 1. apríl s.l.
Reiknað er með að reikningurinn verði tekinn til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 16. apríl n.k.
Árshátíðin verður haldin fimmtudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00 í Félagslundi. Dagskráin verður vönduð en nemendur hafa undanfarið æft stytta útgáfu af Kardimommubænum. Allir nemendur skólans koma að leik, söngvum, förðun og leikbúningum eða vinnu við sviðsmynd og skreytingar á sal.
Frönsku listakonurnar Heléne Dupont og Pascale Cécile Darricau sýna verk sín í borðstofu Hússins á Eyrarbakka yfir páskana. Heléne vinnur myndverk með blandaðri tækni, vatnslitum, bleki, álímingu o.fl. en Pascale notar pappamassa, leir og notaða hluti í sín verk.
Minnt er á að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi fimmtudaginn 26. mars n.k. á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á milli klukkan 13 og 15. Endilega nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og reifa leiðir til atvinnuþróunar.
Margir hinna svokölluðu tengivega í Flóahreppi mætti frekar kalla torfærubrautir, fínar leiðir fyrir torfæruhjól og rallýbíla að æfa sig á þar sem leðjukenndur ofaníburðurinn spýtist í allar áttir og heilmikla færni þarf til að halda ökutækjum á veginum.
Nú um helgina eru síðustu sýningar Ungmennafélaganna á Páskahreti eftir Árna Hjartarson, í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar.
Páskahret er gamanleikrit með glæpsamlegu ívafi þar sem ástir, afbrýði og tilviljanir leiða til ótrúlegra atburða.
Síðustu sýningar eru sem hér segir: