19. október, 2009

Gunni Þórðar í Félagslundi

23. október n.k. kl. 20:30 mun Gunnar Þórðarson flytja eigin lög í Félagslundi. Um er að ræða órafmagnaða sögustund þar sem einn ástsælasti lagahöfundur landsins stígur á stokk og flytur öll sín þekktustu lög. Eftir Gunnar liggur 650 laga safn og eru mörg þeirra fyrir löngu orðin hluti af þjóðarsálinni.
Þetta er tónlistarviðburður sem enginn má missa af, miðaverð aðeins kr. 2.000.
13. október, 2009

Bleikur dagur í Flóaskóla

Síðastliðinn mánudag var bleikt þema í Flóaskóla.

13. október, 2009

8. bekkur í Tré og list
8. bekkingar í Flóaskóla fóru nýverið í heimsókn í Tré og list í Flóahreppi. 
 

 

4. október, 2009

Hundamál

Sá fáheyrði og leiði atburður varð í upphafi skólaárs á skólalóð Flóaskóla að nemandi skólans var bitinn af hundi sem komið hafði inn á lóðina. Umræddur nemandi fékk ljóta áverka á upphandlegg og báða fótleggi en fékk aðhlynningu á slysadeild HSu og er á batavegi.

27. september, 2009

Undirritun samnings

Gestur Már Þráinsson fyrir hönd verktakafyrirtækisins Smíðanda og Margrét Sigurðardóttir fyrir hönd Flóahrepps undirrituðu samning um byggingarframkvæmdir við Flóaskóla miðvikudaginn 23. september s.l.

14. september, 2009

Nýjar sýningar í Tré og list, Forsæti

Tvær sýningar eru nú í gangi í Tré og list. Annarsvegar „Hennar fínasta púss“ sem samanstendur af upphlutssettum, skyrtum, svuntum og slifsum.
10. september, 2009

Umhverfisverðlaun Flóahrepps 2009

Umhverfisverðlaun Flóahrepps voru afhent í dag, fimmtudag 10. september. Í þetta skiptið var unnið samkvæmt nýjum vinnureglum Umhverfisnefndar en verðlaun voru veitt annarsvegar fyrir heimili og hins vegar fyrir fyrirtæki/stofnanir.

10. september, 2009

Úrskurður Samgönguráðuneytis

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur kynnt sér úrskurð Samgönguráðuneytis í stjórnsýslumáli nr. 25/2009 dags. 2. september 2009.

Í kjölfar þessa úrskurðar vill sveitarstjórn koma því á framfæri að hún harmar niðurlægjandi ummæli einstakra þingmanna um sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi og hafnar því að annarleg sjónarmið búi að baki ákvarðanatökum við aðalskipulag sveitarfélagsins. Það eru hagsmunir sveitarfélagsins sem hafðir eru að leiðarljósi og ummælum einstakra þingmanna alfarið vísað til föðurhúsanna.

9. september, 2009

Göngum í skólann

Átakið "Göngum í skólann"  sem er átak á landsvísu var formlega sett í Flóaskóla í morgun, miðvikudaginn 9. september. Þó svo átakinu sé ætlað að hvetja börn í þéttbýli til að ganga í skólann og huga að umferðarmálum og hreyfingu þá á það ekki við nemendur í Flóaskóla. Hins vegar var athyglinni beint að aðstæðum barna í dreifbýli, umgengni þeirra við skólabíla og öryggismálum því tengdu.