Stefán Guðmundsson í Túni, fyrrverandi oddviti Hraungerðishrepps, er níræður í dag, 14. júní. Stefán hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Hraungerðishrepp í gegnum tíðina og verið ötull í ýmsum félagsmálum en hann gegndi meðal annars starfi oddvita á árunum 1966-1994.
Sveitarstjórn Flóahrepps óskar Stefáni innilega til hamingju með daginn.
Ungmennafélagið Vaka ætlar eins og áður að standa fyrir kvöldvöku á Fjöri í Flóa, nánar tiltekið föstudagskvöldið 5. júní kl 20:30 á útisvæðinu við Þjórsárver. Þar verður kveikt upp í grillum og hvetjum við fólk til að taka með sér eitthvað gott á grillið til að snæða. Þegar allir eru orðnir saddir er komið að hinni æsispennandi reiptogskeppni.
Undanfarin tvö ár hefur Flóahreppur veitt umhverfisverðlaun í Flóahreppi til þeirra aðila sem þykja hafa skarað framúr eða staðið sig vel í umhverfismálum. Umhverfisnefnd sveitafélagsins hefur séð um val og framkvæmd á veitingu umhverfisverðlauna.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2009 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 6. maí s.l. Helstu breytingar voru þær að gert er ráð fyrir hærri skatttekjum en reiknað var með, útsvari og tekjujöfnunarframlagi og að vextir af innistæðum verði hærri en í upphaflegri áætlun.
Helstu hækkanir á kostnaðarliðum eru vegna hreinsunarmála, sorphirðu og seyrulosunar.
Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2008 var samþykktur samhljóða af sveitarstjórn 16. apríl s.l. að loknum tveimur umræðum.
Rekstarniðurstaða var jákvæð um rúmlega 32 milljónir.