25. mars 2009

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Minnt er á að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi fimmtudaginn 26. mars n.k. á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á milli klukkan 13 og 15. Endilega nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og reifa leiðir til atvinnuþróunar.

23. mars 2009

Ólafsvíkuryfirlýsing

Föstudaginn 20. mars s.l. skrifaði oddviti Flóahrepps og umhverfisráðherra undir svokallaða Ólafsvíkuryfirlýsingu.
23. mars 2009

Tengivegir eða torfærur?

Margir hinna svokölluðu tengivega í Flóahreppi mætti frekar kalla torfærubrautir, fínar leiðir fyrir torfæruhjól og rallýbíla að æfa sig á þar sem leðjukenndur ofaníburðurinn spýtist í allar áttir og heilmikla færni þarf til að halda ökutækjum á veginum.

17. mars 2009

Síðasta sýningahelgi á Páskahreti!

Nú um helgina eru síðustu sýningar Ungmennafélaganna á Páskahreti eftir Árna Hjartarson, í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar.

Páskahret er gamanleikrit með glæpsamlegu ívafi þar sem ástir, afbrýði og tilviljanir leiða til ótrúlegra atburða.

Síðustu sýningar eru sem hér segir:

17. mars 2009

Með fiðring í maga

Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni setur upp leiksýninguna "Með fiðring í maga" í félagsheimilinu Félagslundi á miðvikudag kl. 20:30

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Hera Sigurðardóttir sömdu handrit fyrir leikritið. Jóhanna Friðrika leikstýrir einnig verkinu. Yfir 40 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt, þar á meðal 25 leikarar og dansarar og 6 manna hljómsveit.

16. mars 2009

Bútasaumur í Félagslundi

Félagsheimilin i Flóahreppi eru nýtt á margvíslegan hátt. 13. og 14. mars var haldið námskeið í bútasaum í Félagslundi.

Fyrir námskeiðinu stóð Guðrún Erla Gísladóttir ættuð frá Selfossi nú búsett í Bandaríkjunum.

10. mars 2009

Ungfrú Suðurland 2009

Fegursta stúlka Suðurlands árið 2009 er úr Flóahreppi en Ellý Hrund Guðmundsdóttir frá Hólshúsum var kjörin fegurst stúlkna á Suðurlandi föstudaginn 6. mars s.l.
10. mars 2009

Páskahretið

Leikhópur ungmennafélaganna í Flóahreppi hefur nú sýnt gamanleikinn Páskahret fimm sinnum og er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar. Áhorfendur hafa skemmt sér konunglega yfir hrakförum ferðahóps sem verður innlyksa í veðurofsa við Hrafntinnusker.
5. mars 2009

Upplestrarkeppni

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina var haldin í Flóaskóla þriðjudaginn 24. febrúar. Sigurvegarar voru Sveinn Orri Einarsson og Einar Víglundur Kristjánsson, Hjördís Björg Viðjudóttir var valin sem varamaður.