Minnt er á að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi fimmtudaginn 26. mars n.k. á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á milli klukkan 13 og 15. Endilega nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og reifa leiðir til atvinnuþróunar.
Margir hinna svokölluðu tengivega í Flóahreppi mætti frekar kalla torfærubrautir, fínar leiðir fyrir torfæruhjól og rallýbíla að æfa sig á þar sem leðjukenndur ofaníburðurinn spýtist í allar áttir og heilmikla færni þarf til að halda ökutækjum á veginum.
Nú um helgina eru síðustu sýningar Ungmennafélaganna á Páskahreti eftir Árna Hjartarson, í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar.
Páskahret er gamanleikrit með glæpsamlegu ívafi þar sem ástir, afbrýði og tilviljanir leiða til ótrúlegra atburða.
Síðustu sýningar eru sem hér segir:
Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni setur upp leiksýninguna "Með fiðring í maga" í félagsheimilinu Félagslundi á miðvikudag kl. 20:30
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Hera Sigurðardóttir sömdu handrit fyrir leikritið. Jóhanna Friðrika leikstýrir einnig verkinu. Yfir 40 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt, þar á meðal 25 leikarar og dansarar og 6 manna hljómsveit.
Félagsheimilin i Flóahreppi eru nýtt á margvíslegan hátt. 13. og 14. mars var haldið námskeið í bútasaum í Félagslundi.
Fyrir námskeiðinu stóð Guðrún Erla Gísladóttir ættuð frá Selfossi nú búsett í Bandaríkjunum.
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina var haldin í Flóaskóla þriðjudaginn 24. febrúar. Sigurvegarar voru Sveinn Orri Einarsson og Einar Víglundur Kristjánsson, Hjördís Björg Viðjudóttir var valin sem varamaður.