5. febrúar, 2010

Aðalskipulag í Flóahreppi

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 3. febrúar s.l. var tekið fyrir erindi Umhverfisráðuneytis dags. 29. janúar 2010 um aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018.
4. febrúar, 2010

Grunnskólameistarar í glímu!

Flóaskóli á nú tvo grunnskólameistara í glímu en Grunnskólamót HSK var haldið í Reykholti 3. febrúar.   Flóaskóli sendi 5 keppendur á mótið og það voru þau Þorgils Kári Sigurðsson nemandi í 6. bekk (frá Kolsholti III) og Guðrún Inga Helgadóttir nemandi í 7. bekk (frá Súluholti) sem náðu þessum frábæra árangri. 

15. janúar, 2010

Jafnréttisáætlun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 13. janúar s.l. var jafnréttisáætlun samþykkt fyrir Flóahrepp. Hana má sjá hér:
6. janúar, 2010

Frá oddvita

Fjárhagstaða Flóahrepps
Það er kunnara en frá þurfi að segja að við búum við mikið samdráttarskeið um þessar mundir. Fréttir berast daglega af erfiðleikum í rekstri bæði sveitarfélaga og fyrirtækja.

6. janúar, 2010

Jólin kvödd í Flóaskóla

Nemendur og starfsfólk Flóaskóla héldu upp á þrettándann í morgun með því að kveikja upp í bálkesti og syngja nokkur lög saman. Á þennan hátt kvöddum við jólin í ár.

 

4. janúar, 2010

Fálkaorðuhafi

Listakonan Sigga á Grund, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir,  var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar s.l. fyrir framlag til þjóðlegrar listar.
28. desember, 2009

Reglur um lækkun fasteignaskatts

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt breytingu á reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts í Flóahreppi. Fyrr á árinu féll úrskurður í Samgönguráðuneytinu er varðaði svokallaðan flatan afslátt í ótilgreindu sveitarfélagi. Flóahreppur hefur greitt flatan afslátt til elli- og örorkuþega sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu en í ljósi úrskurðar ráðuneytis var samþykkt að breyta reglum samkvæmt eftirfarandi:

28. desember, 2009

Akstur fyrir eldri borgara

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Flóahreppi. Markmið með akstursþjónustunni er að gera eldri borgurum kleift að stunda dagdvöl á Selfossi í Grænumörk 5 og í Vinaminni sem er dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.
Reglurnar má nálgast á síðunni undir stjórnsýsla, gjaldskrár og samþykktir.
23. desember, 2009

Fjárhagsáætlun 2010

Fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2010 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16. desember. Gert er ráð fyrir 13,3 mkr í hagnað á árinu. Leiga eignarsjóðs hækkar um 7,84% frá fyrra ári og tryggingargjöld vegna launa í 8,6%. Ekki er gert ráð fyrir neinum launahækkunum á árinu. Heildarfjárfesting ársins er áætluð 100 mkr, þar af er gert ráð fyrir að Jöfnunarsjóður greiði rúmlega 36 mkr.