21. nóvember 2008

Aðreinar

Sveitarstjórn Flóahrepps skorar á samgönguyfirvöld að setja aðreinar við helstu gatnamót á þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu.

Gífurlegur umferðarþungi er um veginn og mjög alvarleg slys hafa orðið á þessari leið. Ekki er síður mikilvægt að vinna að þessum samgöngubótum í Flóahreppi með líkum hætti gert er á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss.

21. nóvember 2008

8. bekkur í Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kennsla verði fyrir 8. bekk í Flóaskóla frá haustinu 2009 en í dag er unglingum sveitarfélagsins í 8. - 10. bekk kennt í Vallaskóla, Árborg samkvæmt samningi milli Flóahrepps og Árborgar.
Reiknað er með að kennsla 8. bekkjar fari að mestu leyti fram í félagsheimilinu Þjórsárveri næsta skólaár.

16. nóvember 2008

Frá söngkór Hraungerðisprestakalls

Æfingar söngkórs Hraungerðisprestakalls verða haldnar í Þingborg á þriðjudögum kl. 21:00 - 23:00.
Kórstjóri og undirleikari er Ingimar Pálsson.
Vertu með í skemmtilegu starfi.
Myndir af æfingum má sjá hér.
15. nóvember 2008

Staðardagskrá 21

Í nefnd um innleiðingu Staðardagskrár 21 í Flóahreppi eiga sæti þau Guðbjörg Jónsdóttir fyrir hönd sveitarstjórnar, Stefanía Geirsdóttir fyrir hönd fræðslunefndar, Hafsteinn Hafliðason fyrir hönd umhverfisnefndar og Stefán Geirsson fyrir hönd atvinnu-og ferðamálanefndar.
15. nóvember 2008

Íbúafjöldi

Íbúar Flóahrepps eru 594 samkvæmt áætlun Hagstofunnar 1. október 2008, 313 karlar og 281 konur.

11. nóvember 2008

Kynningarfundur Þjórsársveita

Þjórsársveitir kynntu í dag markmið mitt sitt um nýtingu orku Þjórsár til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði við uppsprettu orkunnar. Þjórsársveitir eru verkefni sem Framkvæmdanefnd Þjórsársveita stendur fyrir en nefndin er skipuð af sveitarstjórnum sveitarfélaga sem eiga lönd að bökkum Þjórsár. Sveitarfélögin eru: Ásahreppur, Flóahreppur, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

9. nóvember 2008

Bólusetningar á sauðfé

Síðastliðin tvö ár hefur Flóahreppur leitað tilboða í bólusetningar á sauðfé og ormahreinsun hunda og katta með því móti að sveitarfélagið hefur samið við verktaka um framkvæmd verksins en eigendur búfjár hafa greitt kostnað sem til fellur.
Ekki fundust áhugasamir um verkið nú í haust þannig að sveitarstjórn vill hvetja fjáreigendur til að leita til síns dýralæknis um þessa þjónustu.

3. nóvember 2008

Söngvakeppni í Félagslundi

Frétt frá félagsmiðstöðinni Zelsiuz
Söngvakeppni Zelsiuzar - SamZel var haldinn síðast liðið föstudagskvöld í Félagslundi. Keppnin var stórglæsileg og voru alls 6 atriði sem kepptu og af öllum ólöstuðum vakti karlakórinn Mc Flói mesta athygli með flutningi sínum á þjóðsöng okkar.
31. október 2008

Fjallskilaseðlar

Starfsfólk skrifstofu Flóahrepps biðst afsökunar á því að svo virðist sem tvöfaldur umgangur af fjallskilaseðlum hafi borist til þeirra aðila sem greiða sveitarfélaginu fjallskil.
Sama dag og greiðsluseðlar fóru frá skrifstofu, fóru einnig greiðsluseðlar frá Landsbankanum, viðskiptabanka sveitarfélagsins.
Seðlum frá Landsbanka má henda.
Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.