19. maí, 2010

Æfingar yngri barna í vetur

Ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi, Baldur, Samhygð og Vaka, hafa staðið fyrir sameiginlegum frjálsíþróttaæfingum fyrir börn í 1.-4. bekk í vetur líkt og gert var síðasta vetur.
19. maí, 2010

Fjör í Flóa 2010

Dagskrá fyrir fjör í Flóa 2010, fjölskyldu- og menningarhátíðar í Flóahreppi 28. - 30. maí er eftirfarandi:

19. maí, 2010

Samþykkt um hundahald

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samþykkt um hundahald í Flóahreppi.
Samþykktin gerir ráð fyrir því að íbúar skrái hunda sína á skrifstofu sveitarfélagsins og fái afhenta plötu með nafni hunds og símanúmeri eiganda. Skiptiborð skrifstofu er opið alla virka daga frá kl. 9:00-13:00, sími 480-4370. Hundaeigendur eru beðnir um að kynna sér samþykktina ásamt gjaldskrá en samþykktin er svohljóðandi í heild sinni: 
17. maí, 2010

Kjörskrá

Sbr. 9. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum, auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010, liggur frammi frá 19. maí á skrifstofu sveitarfélagsins á skrifstofutíma til kjördags.
Sveitarstjóri

12. maí, 2010

Kosningar til sveitarstjórnar

Tveir listar eru í kjöri vegna kosninga til sveitarstjórna í Flóahreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010.
4. maí, 2010

Áveita maímánaðar

Nýjasta fréttabréf Flóahrepps, Áveitan, er komin út fyrir maímánuð. Fréttabréfið má sjá hér.
27. apríl, 2010

Að vekja athygli á því sem vel er gert

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00. 
Heimili og skóli - landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Sjá nánar á heimasíðunni www.heimiliogskoli.is undir tenglinum "foreldraverðlaun".

Bestu kveðjur,
Heimili og skóli - landssamtök foreldra

17. apríl, 2010

Eldgos og öskufall

Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar kl. 11:00 föstudaginn 16. apríl s.l. Á fundinn mætti Ágúst Gunnar Gylfason frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og var farið yfir stöðuna vegna goss í Eyjafjallajökli og hugsanlegar afleiðingar af því í Árnessýslu.

16. apríl, 2010

Eldgos í Eyjafjallajökli

Almannavarnarnefnd Árnessýslu er að vinna fréttatilkynningu til íbúa sýslunnar vegna öskufalls úr eldgosi í Eyjafjallajökli.
Mikilvægt er fyrir íbúa að skoða heimasíðu Matvælastofnunar þar sem eru góðar upplýsingar vegna búfjárhalds og hvernig bregðast skal við ef öskufall er yfirvofandi. http://www.mast.is/index.aspx?GroupId=505&TabId=511&NewsItemID=2312&ModulesTabsId=919.
Einnig er bent á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem eru upplýsingar fyrir fólk vegna öskufalls. http://www.hsu.is/Frettir/2146/