Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur fallist á kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í I. áfanga framkvæmdar við Flóaskóla sem nemur 46,4% af áætluðum heildarkostnaði verksins.
Flóaskóli á nú tvo grunnskólameistara í glímu en Grunnskólamót HSK var haldið í Reykholti 3. febrúar. Flóaskóli sendi 5 keppendur á mótið og það voru þau Þorgils Kári Sigurðsson nemandi í 6. bekk (frá Kolsholti III) og Guðrún Inga Helgadóttir nemandi í 7. bekk (frá Súluholti) sem náðu þessum frábæra árangri.
Fjárhagstaða Flóahrepps
Það er kunnara en frá þurfi að segja að við búum við mikið samdráttarskeið um þessar mundir. Fréttir berast daglega af erfiðleikum í rekstri bæði sveitarfélaga og fyrirtækja.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt breytingu á reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts í Flóahreppi. Fyrr á árinu féll úrskurður í Samgönguráðuneytinu er varðaði svokallaðan flatan afslátt í ótilgreindu sveitarfélagi. Flóahreppur hefur greitt flatan afslátt til elli- og örorkuþega sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu en í ljósi úrskurðar ráðuneytis var samþykkt að breyta reglum samkvæmt eftirfarandi: