5. desember 2008

Aðalskipulag Flóahrepps

Aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 4. desember s.l. áður auglýsta tillögu að aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi ásamt greinargerð og skýringaruppdrætti sem og fyrirliggjandi umsagnir sveitarstjórnar um athugasemdir.

4. desember 2008

Aðstoðarleikskólastjóri

Karen Viðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Krakkaborg. Hún hefur gegnt starfi sérkennslustjóra við leikskólann síðan í byrjun ágúst og mun gera það áfram ásamt starfi aðstoðarleikskólastjóra. Ekki hefur verið starfandi aðstoðarleikskólastjóri fyrr við Krakkaborg og er Karen boðin velkomin til nýrra ábyrgðarstarfa innan leikskólans.

2. desember 2008

Jólaljós í Flóaskóla

Kveikt var á jólaljósum jólatrés við Flóaskóla þriðjudaginn 2. desember.
Tréð er gjöf frá Skógræktardeild ungmennafélagsins Samhygðar og kemur úr Timburhólaskógi.
1. desember 2008

Fréttabréfið Muninn

Vakin er athygli á því að fréttabréfið Muninn er kominn á heimasíðuna. Muninn er hýstur undir mannlíf, UMF Baldur, fréttabréf Muninn.
Fréttabréfið Áveitan er einnig komin á sinn stað hér til vinstri.
29. nóvember 2008

Jólahlaðborð starfsmanna

Starfsmenn í Flóahreppi tóku sig saman og fóru á jólahlaðborð í Skíðaskálanum Hveradal, föstudaginn 28. nóvember.
Þetta var í fyrsta en örugglega ekki síðasta skipti sem starfsmenn fara saman út að borða í upphafi aðventunnar.
Myndir frá jólahlaðborði má sjá í myndasafni.
29. nóvember 2008

Jólaljós í Krakkaborg

Börnin í leikskólanum Krakkaborg kveiktu jólaljós á jólatré staðarins föstudaginn 28. nóvember s.l. Þau sungu nokkur jólalög og buðu síðan í heitt kakó og smákökur sem var vel þegið enda mjög kalt í veðri.
Myndir af krökkunum og jólatrénu má sjá á myndasíðunni undir Krakkaborg, jólaljós 2008.

26. nóvember 2008

Félagslíf á Suðurlandi

Hvernig félagslíf er í boði á Suðurlandi?
Nú er unnið að gerð gagnagrunns um hvers kyns félags- og menningarstarf sem er í boði á Suðurlandi og opið er öllum almenningi. Stjórnir félagasamtaka eru hvattar til að senda eftirtaldar upplýsingar fyrir 7. desember til skráningar í gagnagrunninn á netfangið glugginn@sudurglugginn.is :

23. nóvember 2008

Vatnsveita

Sveitarstjóri og oddviti hafa fundað í nokkur skipti undanfarna mánuði með fulltrúum Ásahrepps og Rangárþings ytra í tengslum við hugmyndir um sameiginlegar vatnsveituframkvæmdir.
23. nóvember 2008

Endurskoðun fjárhagsáætlunar

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 og yfirlit yfir helstu breytingar á áður samþykktri áætlun, samþykkt.