23. nóvember 2008

Vatnsveita

Sveitarstjóri og oddviti hafa fundað í nokkur skipti undanfarna mánuði með fulltrúum Ásahrepps og Rangárþings ytra í tengslum við hugmyndir um sameiginlegar vatnsveituframkvæmdir.
23. nóvember 2008

Endurskoðun fjárhagsáætlunar

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 og yfirlit yfir helstu breytingar á áður samþykktri áætlun, samþykkt.

23. nóvember 2008

Leikskólafréttir

Miðvikudaginn 19. nóvember fóru börn á Tígradeild og eldri börn á Strumpadeild í menningarferð á Selfoss.

21. nóvember 2008

Aðreinar

Sveitarstjórn Flóahrepps skorar á samgönguyfirvöld að setja aðreinar við helstu gatnamót á þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu.

Gífurlegur umferðarþungi er um veginn og mjög alvarleg slys hafa orðið á þessari leið. Ekki er síður mikilvægt að vinna að þessum samgöngubótum í Flóahreppi með líkum hætti gert er á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss.

21. nóvember 2008

8. bekkur í Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kennsla verði fyrir 8. bekk í Flóaskóla frá haustinu 2009 en í dag er unglingum sveitarfélagsins í 8. - 10. bekk kennt í Vallaskóla, Árborg samkvæmt samningi milli Flóahrepps og Árborgar.
Reiknað er með að kennsla 8. bekkjar fari að mestu leyti fram í félagsheimilinu Þjórsárveri næsta skólaár.

16. nóvember 2008

Frá söngkór Hraungerðisprestakalls

Æfingar söngkórs Hraungerðisprestakalls verða haldnar í Þingborg á þriðjudögum kl. 21:00 - 23:00.
Kórstjóri og undirleikari er Ingimar Pálsson.
Vertu með í skemmtilegu starfi.
Myndir af æfingum má sjá hér.
15. nóvember 2008

Staðardagskrá 21

Í nefnd um innleiðingu Staðardagskrár 21 í Flóahreppi eiga sæti þau Guðbjörg Jónsdóttir fyrir hönd sveitarstjórnar, Stefanía Geirsdóttir fyrir hönd fræðslunefndar, Hafsteinn Hafliðason fyrir hönd umhverfisnefndar og Stefán Geirsson fyrir hönd atvinnu-og ferðamálanefndar.
15. nóvember 2008

Íbúafjöldi

Íbúar Flóahrepps eru 594 samkvæmt áætlun Hagstofunnar 1. október 2008, 313 karlar og 281 konur.

11. nóvember 2008

Kynningarfundur Þjórsársveita

Þjórsársveitir kynntu í dag markmið mitt sitt um nýtingu orku Þjórsár til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði við uppsprettu orkunnar. Þjórsársveitir eru verkefni sem Framkvæmdanefnd Þjórsársveita stendur fyrir en nefndin er skipuð af sveitarstjórnum sveitarfélaga sem eiga lönd að bökkum Þjórsár. Sveitarfélögin eru: Ásahreppur, Flóahreppur, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.