28. janúar 2009

Samþykkt og gjaldskrá um sorp og seyru

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt breytingu á samþykkt og gjaldskrá um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs. 
26. janúar 2009

Fjárhagsáætlun 2009

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009.
Áætlunin gerir ráð fyrir eftirfarandi í þús. kr.:

20. janúar 2009

Frá UMF Baldri

Fréttabréf UMF Baldurs, Muninn mun kom út með hefðbundnu sniði um mánaðarmótin janúar-febrúar. Ef þú hefur fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga að birtast í þessu febrúarblaði, vinsamlegast komið þeim á netfangið ballroq@hotmail.com fyrir 30. janúar nk. Blaðið mun síðan koma út strax eftir þá helgina eða dagana 3-4 febrúar.

15. janúar 2009

Umhverfisverðlaun 2008

Umhverfisverðlaun Flóahrepps voru afhent í annað sinn í upphafi þessa árs. Það voru ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi sem hlutu verðlaunin fyrir árið 2008 en þau eru Ungmennafélagið Baldur í Hraungerðishreppi, Ungmennafélagið Samhygð í Gaulverjahreppi og Ungmennafélagið Vaka í Villingaholtshreppi.

15. janúar 2009

Gjaldskrá Vatnsveitu Flóahrepps

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samið og samþykkt gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélagsins.
Gjaldskrá má sjá hér.
11. janúar 2009

Vegbætur

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ítrekað áskorun sína til samgönguyfirvalda og Vegagerðar um að settar verði aðreinar við helstu gatnamót á þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn hefur jafnframt óskað eftir úrbótum fyrir gangandi vegfarendur við Flóaveg í nágrenni Selfoss og lýst yfir vilja til samráðs um þær.

11. janúar 2009

Ný fréttabréf

Bent er á að fréttabréf ungmennafélaganna fyrir janúar 2009 eru nú komin á vefinn. Áveituna má nálgast hér til hliðar og Munann má sjá undir mannlíf, Umf Baldur.
5. janúar 2009

Frá oddvita Flóahrepps

Um Áramót
Nú eru liðin tvö og hálft ár frá því að Flóahreppur var stofnaður með sameiningu þriggja sveitarfélaga hér í Flóanum. Það er því ekki úr vegi að staldra aðeins við og skoða hvernig gengur að byggja upp nýtt sveitarfélag og hvaða verkefni eru framundan.

30. desember 2008

Sorpmál

Nú er komið út sorphirðudagatal fyrir árið 2009 og verður það sent á hvert heimili í Flóahreppi innan skamms ásamt upplýsingum um ýmislegt sem við kemur sorphirðu, sorpflokkun og sorpeyðingu.
Dagatal má sjá hér.