Fræðslunefnd og sveitarstjórn áttu saman fund 23. janúar s.l. þar sem m.a. var fjallað um mötuneytismál og farið yfir skýrslu frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands þar að lútandi.
Fræðslunefnd taldi að ekki gæti orðið hagræðing í rekstri miðað við þær verklagsreglur sem miðað var við í skýrslunni.
Fram kom nauðsyn þess að vinna eftir manneldismarkmiðum og að samræma matseðla og innkaup í leik-og grunnskóla.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur óskað formlega eftir því við Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps að farið verði í samningaviðræður um samstarf í kaldavatnsmálum.
Þriðjudaginn 8.janúar koma tveir nemar frá Háskólanum á Akureyri til okkar í verknám og verða í janúar. Þær heita Eva Hrönn Jónsdóttir og Edda Lydia Þorsteinsdóttir. Þórdís Guðrún starfsmaður á Bangsadeild fer í verknám á Selfossi, leikskólann Ásheima. Að lokum viljum við óska öllum gæfu og gengis á nýju ári.
Leikskólastjóri.