Dagskrá fyrir fjör í Flóa 2010, fjölskyldu- og menningarhátíðar í Flóahreppi 28. - 30. maí er eftirfarandi:
Sbr. 9. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum, auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010, liggur frammi frá 19. maí á skrifstofu sveitarfélagsins á skrifstofutíma til kjördags.
Sveitarstjóri
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00.
Heimili og skóli - landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Sjá nánar á heimasíðunni www.heimiliogskoli.is undir tenglinum "foreldraverðlaun".
Bestu kveðjur,
Heimili og skóli - landssamtök foreldra
Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar kl. 11:00 föstudaginn 16. apríl s.l. Á fundinn mætti Ágúst Gunnar Gylfason frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og var farið yfir stöðuna vegna goss í Eyjafjallajökli og hugsanlegar afleiðingar af því í Árnessýslu.
Almannavarnarnefnd Árnessýslu er að vinna fréttatilkynningu til íbúa sýslunnar vegna öskufalls úr eldgosi í Eyjafjallajökli.
Mikilvægt er fyrir íbúa að skoða heimasíðu Matvælastofnunar þar sem eru góðar upplýsingar vegna búfjárhalds og hvernig bregðast skal við ef öskufall er yfirvofandi. http://www.mast.is/index.aspx?GroupId=505&TabId=511&NewsItemID=2312&ModulesTabsId=919.
Einnig er bent á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem eru upplýsingar fyrir fólk vegna öskufalls. http://www.hsu.is/Frettir/2146/
Búnaðarfélag Villingaholtshrepps hefur veitt nemendum og starfsfólki Flóaskóla þann mikla heiður að sæma þau afreksbikar Búnaðarsambands Suðurlands. Bikarinn er farandbikar og er afhentur til varðveislu í að minnsta kosti eitt ár. Í viðkenningu sem fylgir bikarnum fylgir sú útskýring að bikarinn sé veittur nemendum og starfsfólki Flóaskóla fyrir frábæran árangur í starfi og leik.