5. júní 2009

Fjör í Flóanum

Fjölskyldu- og menningarhátíð.
Kynnið ykkur stórglæsilega dagskrá:
4. júní 2009

Frá UMF Vöku

Ungmennafélagið Vaka ætlar eins og áður að standa fyrir kvöldvöku á Fjöri í Flóa, nánar tiltekið föstudagskvöldið 5. júní kl 20:30 á útisvæðinu við Þjórsárver. Þar verður kveikt upp í grillum og hvetjum við fólk til að taka með sér eitthvað gott á grillið til að snæða. Þegar allir eru orðnir saddir er komið að hinni æsispennandi reiptogskeppni.

29. maí 2009

Útskrift úr leikskóla

Það var glæsilegur hópur sem útskrifaðist úr leikskólanum Krakkaborg á vorhátíð skólans miðvikudaginn 27. maí.
Oddný og Ragnar í Brandshúsum, foreldrar eins útskriftarnemans, gáfu hópnum boli sem á stóð: "Ég fer í Flóaskóla".
26. maí 2009

Frá umhverfisnefnd Flóahrepps

Undanfarin tvö ár hefur Flóahreppur veitt umhverfisverðlaun í Flóahreppi til þeirra aðila sem þykja hafa skarað framúr eða staðið sig vel í umhverfismálum. Umhverfisnefnd sveitafélagsins hefur séð um val og framkvæmd á veitingu umhverfisverðlauna.

20. maí 2009

Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2009 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 6. maí s.l. Helstu breytingar voru þær að gert er ráð fyrir hærri skatttekjum en reiknað var með, útsvari og tekjujöfnunarframlagi og að vextir af innistæðum verði hærri en í upphaflegri áætlun.
Helstu hækkanir á kostnaðarliðum eru vegna hreinsunarmála, sorphirðu og seyrulosunar.

15. maí 2009

Íbúafundur um Staðardagskrá 21

Íbúafundur var haldinn í Flóaskóla 13. maí s.l. á vegum Staðardagskrárnefndar í Flóahreppi.
Á fundinum kynnti Hafsteinn Hafliðason, formaður nefndar  hvað Staðardagskrá 21 væri.
17. apríl 2009

Ársreikningur 2008

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2008 var samþykktur samhljóða af sveitarstjórn 16. apríl s.l. að loknum tveimur umræðum.
Rekstarniðurstaða var jákvæð um rúmlega 32 milljónir.

15. apríl 2009

Seyrulosun

Holræsa-og stífluþjónusta Suðurlands mun hefja reglubundna hreinsun úr rotþróm við íbúðarhús í Flóahreppi á næstunni.
Áætlað er að losað verði fyrst úr þróm í fyrrum Villingaholtshreppi, síðan í fyrrum Hraungerðishreppi og að lokum í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi.
3. apríl 2009

Ársreikningur Flóahrepps 2008

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2008 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 1. apríl s.l.
Reiknað er með að reikningurinn verði tekinn til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 16. apríl n.k.