1. febrúar, 2011

Reglur um afslátt á fasteignaskatti

Samkvæmt 3. gr. reglna um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Flóahreppi geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar með lögheimili í sveitarfélaginu átt rétt á afslætti af fasteignaskatti.

27. janúar, 2011

Folaldasýning

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps verður haldin laugardaginn 5. febrúar 2011 í reiðhöll Sleipnismanna kl. 14:00
19. janúar, 2011

Íþróttamaður ársins hjá umf Baldri

Íþróttamaður ársins 2010 hjá Ungmennafélaginu Baldri er Sunna Skeggjadóttir. Sunna er fjölhæfur íþróttamaður og sem dæmi um árangur hennar má nefna að í aldursflokkamóti HSK í Laugardalshöll varð hún í 1. sæti í kúluvarpi, kastaði 6,61 m. og í 2. sæti í 800 m. hlaupi sem hún hljóp á 3,11 mín.

17. janúar, 2011

Atvinnulífsfundur

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við sveitarstjórn og atvinnunefnd Flóahrepps mun standa fyrir kynningarfundi á stoðkerfi atvinnulífsins á Suðurlandi. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 1. febrúar 2011 í Þjórsárveri kl. 20.30. – 22.30.

14. janúar, 2011

Íþróttamaður ársins 2010 hjá umf Vöku

Haraldur Einarsson frá Urriðafossi var nýlega kjörinn íþróttamaður ársins hjá ungmennafélaginu Vöku í Flóahreppi.
5. janúar, 2011

Flóaskóli þátttakandi í Skólahreysti

Nú hefur Flóaskóli skráð sig til leiks í Skólahreysti. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins.
5. janúar, 2011

Áveitan í janúar

Fréttablaðið Áveitan er komin út. Hana má nálgast hér.
4. janúar, 2011

Hugleiðingar oddvita um áramót

Heilt kjörtímabil er nú liðið og hálft ár betur frá því að Flóahreppur var stofnaður. Ég er þeirrar skoðunar að vel hafi tekist til með þá sameiningu sveitarfélaga sem varð þegar Flóahreppur varð til. Rekstur þessa nýja sveitarfélags hefur gengið nokkuð vel.......
(Grein í heild má sjá hér.)
2. janúar, 2011

Nýtt orgel vígt í Villingaholtskirkju

Í hátíðamessu annan jóladag var nýtt orgel vígt í Villingaholtskirkju. Organistinn, Ingimar Pálsson las vígslutexta úr handbók kirkjunnar og sóknarpresturinn sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson fór með bæn og blessunarorð.