7. júlí 2009

Samningur við skólabílstjóra

Samið hefur verið við nánast alla skólabílstjóra sveitarfélagsins um áframhaldandi akstur næsta skólaár en vegna breytinga í skólaakstri var samningum við þá sagt upp eftir síðustu áramót.

7. júlí 2009

Framkvæmdir við Flóaskóla

Frumdrög að aðaluppdráttum fyrir viðbyggingu Flóaskóla liggja fyrir en M2 teiknistofa ehf var fengin til verksins eftir auglýsingu um verðhugmyndir.

6. júlí 2009

Skipulagsmál í Flóahreppi

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Flóahrepps sem haldinn var 1. júlí s.l. var lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 19. júní 2009 vegna deiliskipulags í Hróarsholti. Í erindi kemur fram að ekki verði veitt meðmæli samkvæmt 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 73/1997 um stakar framkvæmdir eða auglýsingar á deiliskipulagstillögum á svæðum þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðalskipulag og að það ákvæði hafi fallið úr gildi 1. nóvember 2008.

2. júlí 2009

Skólaakstur

Flóahreppur auglýsir eftir aðila til skólaaksturs í Vallaskóla á Selfossi næsta skólaár, ca. 40 km. á dag.
Um er að ræða morgunferð og áætlaður fjöldi farþega er sex.
Tilskilin leyfi til aksturs farþega eru skilyrði fyrir samningi og bifreið sem notuð verður skal vera í fullkomnu ástandi og í samræmi við kröfur sveitarstjórnar um skólabíla.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 480-4370.

1. júlí 2009

Árnesingur, rit X

Rit Sögufélags Árnesinga, Árnesingur, er til sölu á skrifstofu Flóahrepps.

15. júní 2009

Íbúafundur um lausagöngubann ofl

Íbúafundur um lausagöngu búfjár, veggirðingarmál ofl var haldinn í Þingborg fimmtudaginn 11. júní s.l.

14. júní 2009

Stórafmæli

Stefán Guðmundsson í Túni, fyrrverandi oddviti Hraungerðishrepps, er níræður í dag, 14. júní. Stefán hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Hraungerðishrepp í gegnum tíðina og verið ötull í ýmsum félagsmálum en hann gegndi meðal annars starfi oddvita á árunum 1966-1994.
Sveitarstjórn Flóahrepps óskar Stefáni innilega til hamingju með daginn.

10. júní 2009

Frá leikskólanum Krakkaborg

Eins og áður hefur komið fram þá heldum við okkar árlegu Vorhátíð þann 27. maí. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel og vorum við starfsfólk Krakkaborgar afskaplega stolt af börnunum okkar sem fluttu skemmtiatriðin af miklu öryggi og sjálfstrausti.
5. júní 2009

Fjör í Flóanum

Fjölskyldu- og menningarhátíð.
Kynnið ykkur stórglæsilega dagskrá: