27. nóvember 2009

Ingó Veðurguð í Flóaskóla

Fótbolta- og tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó, kom í heimsókn í Flóaskóla í vikunni.  Hann söng með krökkunum og spilaði á gítarinn og spjallaði m.a. um eineltismál við nemendur í 5.-8. bekk.  Ingó er einn af þeim sem taka þátt í átaki samtakanna Heimili og skóli gegn einelti í grunnskólum.  Nemendur skemmtu sér vel með Ingó sem náði vel til þeirra í gegnum sönginn, en þau hafa einmitt sungið mörg laga hans í samsöngsstund í skólanum.

22. nóvember 2009

Gaulverjabæjarkirkja 100 ára

Sunnudaginn 22. nóvember hélt sóknarnefnd Gaulverjabæjarsóknar upp á 100. kirkjudag Gaulverjabæjarkirkju með hátíðarmessu. 
19. nóvember 2009

Sorpflokkun

Nú er rétt ár liðið frá því að Flóahreppur fór af stað með þriggja tunnu flokkun í sveitarfélaginu. Innleiðing kerfisins gekk vel og voru íbúar afar jákvæðir og áhugasamir um flokkunina. Flóahreppur var fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli á landinu sem bauð upp á að sækja endurvinnanlegt og lífrænt heimilissorp á öll heimili í sveitarfélaginu.
15. nóvember 2009

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Skipulags-og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps er á Laugarvatni. Þar starfa sex manns. Fimm þeirra má sjá á myndinni en þau eru talið frá vinstri: Sigríður Tómasdóttir skrifstofustjóri, Helgi Kjartansson byggingarfulltrúi, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi, Guðmundur Böðvar Böðvarsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Sigríður Jóna Mikaelsdóttir ritari. Á myndina vantar Elísabetu Dröfn Erlingsdóttur, aðstoðarmann skipulagsfulltrúa.
http://www.sveitir.is/byggingarfulltrui/
15. nóvember 2009

Félagsmálafulltrúi

Sveitarstjórn og starfsfólk skrifstofu fór í heimsókn föstudaginn 13. nóvember til félagsmálafulltrúa og skipulags-og byggingarfulltrúa og skoðaði aðstöðu embættanna.
Vel var tekið á móti gestunum á báðum stöðum, farið yfir helstu störf og það sem ber hæst þessa dagana.
http://www.sveitir.is/felagsmalastjori/
11. nóvember 2009

Heimsókn í Stóra-Ármót


Á myndinni eru 8. bekkingar í Flóaskóla í heimsókn hjá þeim Hildu og Höskuldi á Stóra-Ármóti.  Þar fengu þau að fræðast um starfsemi tilraunabúsins að Stóra-Ármóti, en heimsóknin er hluti af námi unglinganna í umhverfis- og starfsfræðslu og samfélagsvitund.
11. nóvember 2009

Álagning fasteignagjalda 2010

Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2010 verður óbreytt frá fyrra ári að undanskildum sorpgjöldum sem munu hækka. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að 1. desember verður urðunarstaðnum í Kirkjuferjuhjáleigu lokað og allt sorp sem fer til urðunar flutt í Álfsnes á Kjalarnesi.
9. nóvember 2009

Fundur með sveitarstjóra og oddvita

Margrét og Aðalsteinn ætla að vera í Félagslundi laugardaginn 14. nóvember n.k. frá kl. 10:00-12:00. Íbúar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra um hvað má betur fara að þeirra mati og hvað þeir eru ánægðir með. Heitt verður á könnunni.

6. nóvember 2009

Steypuvinna hafin við Flóaskóla

Fimmtudaginn 5. nóvember hófst steypuvinna við nýbygginu Flóaskóla.  Það var nemandi í 8. bekk skólans, Víkingur Freyr Erlingsson, sem stýrði fyrstu steypunni í mótin en honum til halds og trausts voru stúlkur úr 1. bekk, þær Ásthildur Ragnarsdóttir, Marta Brynjólfsdóttir og Elizabeth Bogans.