27. september 2009

Undirritun samnings

Gestur Már Þráinsson fyrir hönd verktakafyrirtækisins Smíðanda og Margrét Sigurðardóttir fyrir hönd Flóahrepps undirrituðu samning um byggingarframkvæmdir við Flóaskóla miðvikudaginn 23. september s.l.

14. september 2009

Nýjar sýningar í Tré og list, Forsæti

Tvær sýningar eru nú í gangi í Tré og list. Annarsvegar „Hennar fínasta púss“ sem samanstendur af upphlutssettum, skyrtum, svuntum og slifsum.
10. september 2009

Umhverfisverðlaun Flóahrepps 2009

Umhverfisverðlaun Flóahrepps voru afhent í dag, fimmtudag 10. september. Í þetta skiptið var unnið samkvæmt nýjum vinnureglum Umhverfisnefndar en verðlaun voru veitt annarsvegar fyrir heimili og hins vegar fyrir fyrirtæki/stofnanir.

10. september 2009

Úrskurður Samgönguráðuneytis

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur kynnt sér úrskurð Samgönguráðuneytis í stjórnsýslumáli nr. 25/2009 dags. 2. september 2009.

Í kjölfar þessa úrskurðar vill sveitarstjórn koma því á framfæri að hún harmar niðurlægjandi ummæli einstakra þingmanna um sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi og hafnar því að annarleg sjónarmið búi að baki ákvarðanatökum við aðalskipulag sveitarfélagsins. Það eru hagsmunir sveitarfélagsins sem hafðir eru að leiðarljósi og ummælum einstakra þingmanna alfarið vísað til föðurhúsanna.

9. september 2009

Göngum í skólann

Átakið "Göngum í skólann"  sem er átak á landsvísu var formlega sett í Flóaskóla í morgun, miðvikudaginn 9. september. Þó svo átakinu sé ætlað að hvetja börn í þéttbýli til að ganga í skólann og huga að umferðarmálum og hreyfingu þá á það ekki við nemendur í Flóaskóla. Hins vegar var athyglinni beint að aðstæðum barna í dreifbýli, umgengni þeirra við skólabíla og öryggismálum því tengdu.
8. september 2009

Samræmd smölun

Auglýsing nr. 725/2004 um skilgreiningu línubrjótafjár í Árnessýslu hefur verið felld úr gildi. Tillaga um samræmda smölun á svæðinu milli Hvítar og Þjórsár hefur þar með verið staðfest sbr. frétt hér neðar á síðunni en tillagan er svohljóðandi:

5. september 2009

Samræmdar smalamennskur

Tillaga um samræmdar smalamennskur á afréttum og heimalöndum milli Hvítár og Þjórsár var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 2. september s.l.

Tillagan er sett fram vegna umræðna um smalamennsku á liðnum árum og endurheimt sauðfjár af nágrannaafréttum og aðgerðum sauðfjárbænda til að heimta sitt fé. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillöguna svohljóðandi:

6. ágúst 2009

Áheyrandi sveitarstjórnarfundar

Yngsti gestur á sveitarstjórnarfundi Flóahrepps er án efa Gunnar Mar Gautason sem mætti á fund sveitarstjórnar 30. júlí s.l. en Gunnar varð 4. mánaða þann dag.
Hann kom með móður sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur, varaoddvita.
22. júlí 2009

Til vatnsnotenda Vatnsveitu Flóahrepps

Að beiðni Flóahrepps tók Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sýni úr vatnslögn frá vatnsveitunni í Ruddakróki. Við sýnatökur kom í ljós að neysluvatn uppfyllir ekki ákvæði neysluvatnsreglugerðar um vatnsgæði.