6. ágúst 2009

Áheyrandi sveitarstjórnarfundar

Yngsti gestur á sveitarstjórnarfundi Flóahrepps er án efa Gunnar Mar Gautason sem mætti á fund sveitarstjórnar 30. júlí s.l. en Gunnar varð 4. mánaða þann dag.
Hann kom með móður sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur, varaoddvita.
22. júlí 2009

Til vatnsnotenda Vatnsveitu Flóahrepps

Að beiðni Flóahrepps tók Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sýni úr vatnslögn frá vatnsveitunni í Ruddakróki. Við sýnatökur kom í ljós að neysluvatn uppfyllir ekki ákvæði neysluvatnsreglugerðar um vatnsgæði.
14. júlí 2009

Framkvæmdir við Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að fara í framkvæmdir vegna viðbyggingar Flóaskóla.
Ákvörðun um framkvæmdir var tekin á grundvelli sérfræðiálits frá KPMG sbr. ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar sveitarfélags og verðhugmynda sem auglýst var eftir 2. júlí s.l.

14. júlí 2009

Vinnuskólinn

Vinnuskólanum fer senn að ljúka en lokadagur er 16. júlí. Þá eiga allir unglingar sem hafa verið í vinnuskólanum í sumar að koma í Þingborg.

13. júlí 2009

Viðhaldsvinna

Ágúst Hjálmarsson og Hermundur Jörgensson hafa unnið við að snyrta og lagfæra húsnæði í eigu Flóahrepps sem og aðrar eignir sveitarfélagsins.
13. júlí 2009

Sorphreinsun

Guðjón Egilsson og og kona hans Guðný Siggeirsdóttir voru að hirða almenna sorpið í síðustu viku í blíðskaparveðri þegar þessi mynd var tekin.
8. júlí 2009

Refaveiðar

Birgir Örn Arnarson, grenjavinnslumaður, óskar eftir upplýsingum hjá þeim sem verða varir við refi í sveitarfélaginu.
Það sem af er veiðitímabili hafa veiðst 16 dýr úr þremur grenjum.
Símanúmer hjá Birgi er 891-8898

7. júlí 2009

Áveitan komin á netið

Áveita júlímánaðar er komin á netið. Hana má nálgast hér.

7. júlí 2009

Kjör oddvita og varaoddvita

Oddviti og varaoddviti er kosinn á hverju ári í júnímánuði samkvæmt samþykktum Flóahrepps um stjórn og fundarsköp.