Þær framkvæmdir sem ákveðið var að fara í við leikskóla og grunnskóla við síðustu fjárhagsáætlunargerð eru langt á veg komnar og eru áætluð verklok fyrir skólabyrjun á hvorum stað.
Í Krakkaborg var brotinn niður veggur milli ehdhúss og geymslu til að stækka aðstöðu í eldhúsi, dúkur var lagður á eldhúsgólf og húsið málað að innan. Hitarör voru sett í gólf í fjórum herbergjum og nýtt gólfefni sett á gólfin í þeim herbergjum.
Flóahreppur fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli á Íslandi til að flokka allan úrgang
Flóahreppur hefur fyrst sveitarfélaga á Suðurlandi tekið af skarið og samþykkt að allir íbúar þess flokki allan úrgang allt frá lífrænu sorpi, pappa, plasti yfir í litla málmhluti.
Fulltrúar Flóahrepps skrifuðu undir samning við fulltrúa Íslenska Gámafélagsins þann 30. júní eftir fund með íbúum sveitarfélagsins. Samningurinn mun taka gildi þann 1. júlí 2008 og gildir til fimm ára og felur í sér að allir íbúar Flóahrepps fái tvær tunnur til viðbótar þeirri tunnu sem íbúar eiga fyrir.
Vatnsnotendur í Flóahreppi eru vinsamlegast beðnir um að stilla vatnsnotkun í hóf eins og unnt er.
Það má t.d. gera með því að láta vatn renna í ílát fyrir hross í úthögum eða kynna sér lausnir til brynningar.
Litadýrð náttúrunnar er með ólíkindum þessa dagana en myndin hér til hliðar var tekin um miðnætti 21. júní s.l. í Flóahreppi.