19. apríl, 2011

Páskasýning í Húsinu

Veggteppin og klæðið fljúgandi

Í borðstofu Hússins á Eyrarbakka hefur verið hengd upp sýning á veggteppum úr fórum Byggðasafns Árnesinga. Veggteppin koma víða að. Meðal þeirra sem saumað hafa veggteppin má nefna Árnýju Filippusdóttur í Hveragerði, Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka og Guðrúnu Guðmundsdóttur á Sunnuhvoli á Stokkseyri. Einnig eru á sýningunni veggteppi frá fleiri stöðum úr héraðinu.

15. apríl, 2011

Hestafjör

Sunnudaginn 10. apríl var hátíðin Hestafjör haldin í fyrsta skipti en vegna hestaveikinnar var hún slegin af í fyrra. Að henni stóðu hestamannafélögin á Suðurlandi og tóku sex félög þátt auk gesta.
13. apríl, 2011

Ársreikningur Flóahrepps

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 6. apríl 2011 var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 samþykktur samhljóða.
11. apríl, 2011

Jafnréttisviðurkenning

Unnur Stefánsdóttir, frá Vorsabæ í Flóahreppi, fékk jafnréttisviðurkenningu 31. flokksþings Framsóknarflokksins í dag.

11. apríl, 2011

Föstumessa í Hraungerðiskirkju

Sunnudaginn 3. apríl s.l. var haldin föstumessa í Hraungerðiskirkju.
Messan tókst mjög vel og voru passíusálmarnir vel kveðnir.
31. mars, 2011

Íþróttamaður ársins

Árni Steinn Steinþórsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Hann fékk í verðlaun, eignagrip, viðurkenningarskjal og veglegan bikar sem hann mun varðveita í eitt ár.
Á myndinn má sjá Árna Stein með verðlaunin og systur hans, Elínu Ingu, sem heldur á farandbikarnum.
31. mars, 2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011 verður í Félagslundi fyrir kjósendur í Flóahreppi frá kl. 10:00 – 20:00.

Kjósendur eru minntir á að taka með sér persónuskilríki.

30. mars, 2011

Afhending viðurkenninga

Sunnudaginn 27. mars voru veittar viðurkenningar fyrir tilnefningar til íþróttamanns ársins í Flóahreppi við hátíðlega athöfn í Þingborg. Einnig var kunngjört um hver hefði verið kjörinn íþróttamaður ársins 2010.

30. mars, 2011

Frá Hraungerðiskirkju

Föstumessa með Sigurði dýralækni sunnudaginn 3. apríl kl. 13:30. Messan og passíusálmar verða kveðnir undir fornum íslenskum stemmum. Söngkór kirkjunnar undir stjórn Ingimars Pálssonar syngur við messuna. Prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson.