Margrét og Aðalsteinn ætla að vera í Félagslundi laugardaginn 14. nóvember n.k. frá kl. 10:00-12:00. Íbúar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra um hvað má betur fara að þeirra mati og hvað þeir eru ánægðir með. Heitt verður á könnunni.
Fimmtudaginn 5. nóvember hófst steypuvinna við nýbygginu Flóaskóla. Það var nemandi í 8. bekk skólans, Víkingur Freyr Erlingsson, sem stýrði fyrstu steypunni í mótin en honum til halds og trausts voru stúlkur úr 1. bekk, þær Ásthildur Ragnarsdóttir, Marta Brynjólfsdóttir og Elizabeth Bogans.