Samkvæmt 3. gr. reglna um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Flóahreppi geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar með lögheimili í sveitarfélaginu átt rétt á afslætti af fasteignaskatti.
Íþróttamaður ársins 2010 hjá Ungmennafélaginu Baldri er Sunna Skeggjadóttir. Sunna er fjölhæfur íþróttamaður og sem dæmi um árangur hennar má nefna að í aldursflokkamóti HSK í Laugardalshöll varð hún í 1. sæti í kúluvarpi, kastaði 6,61 m. og í 2. sæti í 800 m. hlaupi sem hún hljóp á 3,11 mín.
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við sveitarstjórn og atvinnunefnd Flóahrepps mun standa fyrir kynningarfundi á stoðkerfi atvinnulífsins á Suðurlandi. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 1. febrúar 2011 í Þjórsárveri kl. 20.30. – 22.30.