17. maí 2010

Kjörskrá

Sbr. 9. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum, auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010, liggur frammi frá 19. maí á skrifstofu sveitarfélagsins á skrifstofutíma til kjördags.
Sveitarstjóri

12. maí 2010

Kosningar til sveitarstjórnar

Tveir listar eru í kjöri vegna kosninga til sveitarstjórna í Flóahreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010.
4. maí 2010

Áveita maímánaðar

Nýjasta fréttabréf Flóahrepps, Áveitan, er komin út fyrir maímánuð. Fréttabréfið má sjá hér.
27. apríl 2010

Að vekja athygli á því sem vel er gert

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00. 
Heimili og skóli - landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Sjá nánar á heimasíðunni www.heimiliogskoli.is undir tenglinum "foreldraverðlaun".

Bestu kveðjur,
Heimili og skóli - landssamtök foreldra

17. apríl 2010

Eldgos og öskufall

Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar kl. 11:00 föstudaginn 16. apríl s.l. Á fundinn mætti Ágúst Gunnar Gylfason frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og var farið yfir stöðuna vegna goss í Eyjafjallajökli og hugsanlegar afleiðingar af því í Árnessýslu.

16. apríl 2010

Eldgos í Eyjafjallajökli

Almannavarnarnefnd Árnessýslu er að vinna fréttatilkynningu til íbúa sýslunnar vegna öskufalls úr eldgosi í Eyjafjallajökli.
Mikilvægt er fyrir íbúa að skoða heimasíðu Matvælastofnunar þar sem eru góðar upplýsingar vegna búfjárhalds og hvernig bregðast skal við ef öskufall er yfirvofandi. http://www.mast.is/index.aspx?GroupId=505&TabId=511&NewsItemID=2312&ModulesTabsId=919.
Einnig er bent á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem eru upplýsingar fyrir fólk vegna öskufalls. http://www.hsu.is/Frettir/2146/

13. apríl 2010

Afreksbikar í Flóaskóla!

Búnaðarfélag Villingaholtshrepps hefur veitt nemendum og starfsfólki Flóaskóla þann mikla heiður að sæma þau afreksbikar Búnaðarsambands Suðurlands. Bikarinn er farandbikar og er afhentur til varðveislu í að minnsta kosti eitt ár. Í viðkenningu sem fylgir bikarnum fylgir sú útskýring að bikarinn sé veittur nemendum og starfsfólki Flóaskóla fyrir frábæran árangur í starfi og leik.


12. apríl 2010

Ársreikningur 2009

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2009 má sjá hér á síðunni undir stjórnsýsla, ársreikningar og fjárhagsáætlanir.
8. apríl 2010

Gosið í Fimmvörðuhálsi

Ólafur Sigurjónsson í Forsæti tók meðfylgjandi mynd af gosstöðunum á Fimmvörðuhálsi.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðunni www.treoglist.is