15. janúar 2010

Jafnréttisáætlun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 13. janúar s.l. var jafnréttisáætlun samþykkt fyrir Flóahrepp. Hana má sjá hér:
6. janúar 2010

Frá oddvita

Fjárhagstaða Flóahrepps
Það er kunnara en frá þurfi að segja að við búum við mikið samdráttarskeið um þessar mundir. Fréttir berast daglega af erfiðleikum í rekstri bæði sveitarfélaga og fyrirtækja.

6. janúar 2010

Jólin kvödd í Flóaskóla

Nemendur og starfsfólk Flóaskóla héldu upp á þrettándann í morgun með því að kveikja upp í bálkesti og syngja nokkur lög saman. Á þennan hátt kvöddum við jólin í ár.

 

4. janúar 2010

Fálkaorðuhafi

Listakonan Sigga á Grund, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir,  var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar s.l. fyrir framlag til þjóðlegrar listar.
28. desember 2009

Reglur um lækkun fasteignaskatts

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt breytingu á reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts í Flóahreppi. Fyrr á árinu féll úrskurður í Samgönguráðuneytinu er varðaði svokallaðan flatan afslátt í ótilgreindu sveitarfélagi. Flóahreppur hefur greitt flatan afslátt til elli- og örorkuþega sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu en í ljósi úrskurðar ráðuneytis var samþykkt að breyta reglum samkvæmt eftirfarandi:

28. desember 2009

Akstur fyrir eldri borgara

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Flóahreppi. Markmið með akstursþjónustunni er að gera eldri borgurum kleift að stunda dagdvöl á Selfossi í Grænumörk 5 og í Vinaminni sem er dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.
Reglurnar má nálgast á síðunni undir stjórnsýsla, gjaldskrár og samþykktir.
23. desember 2009

Fjárhagsáætlun 2010

Fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2010 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16. desember. Gert er ráð fyrir 13,3 mkr í hagnað á árinu. Leiga eignarsjóðs hækkar um 7,84% frá fyrra ári og tryggingargjöld vegna launa í 8,6%. Ekki er gert ráð fyrir neinum launahækkunum á árinu. Heildarfjárfesting ársins er áætluð 100 mkr, þar af er gert ráð fyrir að Jöfnunarsjóður greiði rúmlega 36 mkr.

16. desember 2009

Frétt frá Markaðsstofu Suðurlands

Í september s.l. gaf Markaðsstofa Suðurlands út sameiginlegan landshlutabækling þar sem öll ferðaþjónustufyrirtæki eru grunnskráð, en það hafði ekki verið gert áður.

9. desember 2009

Hamarsvegur

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur enn og aftur skorað á Vegagerðina að sinna nauðsynlegu viðhaldi á Hamarsvegi (308) frá Félagslundi að Flóaskóla á næsta ári. Um slíkt viðhald hefur ekki verið að ræða um árabil.