Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ítrekað áskorun sína til samgönguyfirvalda og Vegagerðar um að settar verði aðreinar við helstu gatnamót á þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn hefur jafnframt óskað eftir úrbótum fyrir gangandi vegfarendur við Flóaveg í nágrenni Selfoss og lýst yfir vilja til samráðs um þær.
Um Áramót
Nú eru liðin tvö og hálft ár frá því að Flóahreppur var stofnaður með sameiningu þriggja sveitarfélaga hér í Flóanum. Það er því ekki úr vegi að staldra aðeins við og skoða hvernig gengur að byggja upp nýtt sveitarfélag og hvaða verkefni eru framundan.
Aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 4. desember s.l. áður auglýsta tillögu að aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi ásamt greinargerð og skýringaruppdrætti sem og fyrirliggjandi umsagnir sveitarstjórnar um athugasemdir.