Skrifað var undir samning um skólaakstur í Flóaskóla, Flóahreppi mánudaginn 16. janúar s.l. Þetta er í fyrsta skipti sem ekki verður keyrt með nemendur úr Flóahreppi á Selfoss því öllum bekkjardeildum grunnskóla verður kennt í Flóaskóla frá og með næsta hausti.
Orkusetur heldur úti vef um varmadælur. Varmadælur geta lækkað raforkureikning íbúa á rafhituðum svæðum verulega. Vefinn má finna á eftirfarandi slóð: http://www.orkusetur.is/varmadaelur
Þórdís Bjarnadóttir, leikskólakennari í Krakkaborg kemur gjarna til vinnu á mótorfák þegar sólin hækkar á lofti.
Hún býr á Árbergi við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og fyrsti mótorhjóladagur þessa árs var í dag, 12. maí.
Á Sunnlenskum sveitadögum síðastliðinn laugardag var Æskulýðsnefnd Sleipnis með teymingar undir börnum á athafnasvæði Jötunvéla.
Teymt var undir börnum frá kl. 13 – 17 og voru farnar yfir 700 ferðir á tímabilinu.
Æskulýðsnefnd Sleipnis þakkar öllum sem að verkefninu komu fyrir veitta aðstoð.
Samstarfssamningur um sameiginlega félagsþjónustu í Hveragerði, Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi var undirritaður af fulltrúum sveitarfélaganna á Flúðum í gær, 2 maí.
Sigurður Ingi Sigurðsson, hænsnabóndi með meiru í Hamarskoti í Flóahreppi, er fyndnasti maður Suðurlands 2011.