10. júní 2010

Áveitan í júní

Fréttablaðið Áveitan fyrir júní er nú aðgengileg hér .

30. maí 2010

Úrslit sveitarstjórnarkosninga

Niðurstaða sveitarstjórnakosninga í Flóahreppi er þannig að R-listi fær fjóra menn af fimm í hreppsnefnd og T-listi einn mann.

27. maí 2010

Vorhátíð og útskrift í Krakkaborg

Miðvikudaginn 26. maí sl. var Vorhátíð Krakkaborgar haldin í félagsheimilinu Þingborg. Þar var haldin sýning á listaverkum sem börnin hafa verið að vinna í vetur og einnig var ljósmyndasýning af starfi vetrarins.

19. maí 2010

Æfingar yngri barna í vetur

Ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi, Baldur, Samhygð og Vaka, hafa staðið fyrir sameiginlegum frjálsíþróttaæfingum fyrir börn í 1.-4. bekk í vetur líkt og gert var síðasta vetur.
19. maí 2010

Fjör í Flóa 2010

Dagskrá fyrir fjör í Flóa 2010, fjölskyldu- og menningarhátíðar í Flóahreppi 28. - 30. maí er eftirfarandi:

19. maí 2010

Samþykkt um hundahald

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samþykkt um hundahald í Flóahreppi.
Samþykktin gerir ráð fyrir því að íbúar skrái hunda sína á skrifstofu sveitarfélagsins og fái afhenta plötu með nafni hunds og símanúmeri eiganda. Skiptiborð skrifstofu er opið alla virka daga frá kl. 9:00-13:00, sími 480-4370. Hundaeigendur eru beðnir um að kynna sér samþykktina ásamt gjaldskrá en samþykktin er svohljóðandi í heild sinni: 
17. maí 2010

Kjörskrá

Sbr. 9. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum, auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010, liggur frammi frá 19. maí á skrifstofu sveitarfélagsins á skrifstofutíma til kjördags.
Sveitarstjóri

12. maí 2010

Kosningar til sveitarstjórnar

Tveir listar eru í kjöri vegna kosninga til sveitarstjórna í Flóahreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010.
4. maí 2010

Áveita maímánaðar

Nýjasta fréttabréf Flóahrepps, Áveitan, er komin út fyrir maímánuð. Fréttabréfið má sjá hér.