8. apríl 2010

Leikskólastjóri við Krakkaborg

Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða Karen Viðarsdóttur sem leikskólastjóra Krakkaborgar.
Karen hefur sinnt starfi leikskólastjóra í afleysingum í tæplega ár með miklum ágætum.
Karen er óskað velfarnaðar í störfum sínum.
8. apríl 2010

Ársreikningur 2009

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2009 var tekinn fyrir til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar 7. apríl s.l.

8. apríl 2010

Framkvæmdir við Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að leita samninga við Smíðanda um lokafrágang viðbyggingar Flóaskóla.

8. apríl 2010

Nemendur Flóaskóla í heimsókn í Halakoti

Nemendur í 8. bekk fóru nýlega í heimsókn til Einars Öder og Svanhvítar í Halakoti og fengu þar fræðslu um hrossarækt og hestamennsku. 

18. mars 2010

Ársreikningur Flóahrepps 2009

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2009 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 17. mars s.l.
Samkvæmt reikningi er hagnaður um 13 mkr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir eða 33,5 mkr. í stað 20. mkr.
Á fundi var starfsfólki skrifstofu þökkuð vel unnin störf við rekstur skrifstofunnar.

15. mars 2010

Skólaheimsóknir

Föstudaginn 12. mars s.l. heimsótti hluti sveitarstjórnar og fræðslunefndar ásamt sveitarstjóra leik- og grunnskóla Flóahrepps. Skólastjórar skólanna kynntu starfið og fóru yfir ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu, bæði hvað varðar innra starf og útlitsbreytingar.
15. mars 2010

Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu

Þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir íbúa Flóahrepps um lög nr. 1/2010 fór fram í Félagslundi 6. mars s.l. Á kjörskrá voru 421 íbúar og alls kusu 283 manns, 159 karlar og 124 konur. Kjörsókn var 67,2%.
3. mars 2010

Upplestrarkeppnin í Flóaskóla

Upplestrarkeppni Flóaskóla var haldin í dag en hún er undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina á okkar svæði sem haldin verður í Félagslundi þann 17. mars nk.  Það voru nöfnurnar Helga Leifsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir sem voru valdar úr hópi 7. bekkinga sem fulltrúar skólans í stóru keppnina og Viðar Janus Helgason er varamaður þeirra.
2. mars 2010

Flóaskóli í 1. sæti í Lífshlaupinu!

Dagana 2.-23. febrúar tóku nemendur og starfsfólk Flóaskóla þátt í átaks- og hvatningarverkefni ÍSÍ, Lífshlaupið. Flóaskóli gerði sér lítið fyrir og lenti í 1. sæti í flokk skóla með 70-150 nemendur.