11. október, 2007

Atvinna

Húsnefnd félagsheimilisins Þingborgar leitar að starfsmanni til afleysinga í félagsheimilinu. Um er að ræða hlutastarf, fjölbreytt og sveigjanlegt. Nánari upplýsingar í síma 691-7082.  

Húsnefnd félagsheimilisins Þingborgar

26. maí, 2007

Mikið fjör í Flóanum í dag

Það var víða mikið fjör í Flóahreppi í dag, margt var í gangi og aðsóknin góð. 
Á morgun verður áfram opið í Sveitabúðinni Sóleyju, félagsheimilinu Þingborg, í Tré og list í Forsæti III, Ullarvinnslunni í gömlu Þingborg og Sveitakránni Kríunni. 
Síðdegis, eða kl. 16:00 verður boðið í gönguferð á Hvítárbökkum að flóðgáttinni sem er inntaksmannvirki Flóaáveitunnar. Safnast verður saman við Þingborg og farið í samfloti að upphafsreit í Merkurhrauni. Göngustjóri verður Bolli Gunnarsson.

Verið velkomin !
25. maí, 2007

Nú er Fjör í Flóanum!

Fjörið er hafið í Flóanum og verður mikið um að vera næstu daga í Flóahreppi.
Í gær var árlegur ókeypis skiptimarkaður á vorplöntum í Ullarvinnslunni í Þingborg, lífrænt grænmeti var kynnt og fleira. Var þar líf og fjör eins og vera ber. Einnig var opið í Sveitabúðinni Sóley í Tungu og verða báðir þessir staðir opnir alla helgina.
Dagskráin næstu daga fylgir hér á eftir og er vonandi að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er hellaskoðun, hoppukastali, útileikhús, ratleikur, gönguferð, forvitnileg fyrirtæki, kaffi og terta eða eitthvað allt annað! 
Verið velkomin í Flóahrepp að njóta náttúru, áhugaverðra viðburða og skemmtunar.
20. maí, 2007

Fjör í Flóanum um næstu helgi

Þá er Fjörið mikla að nálgast, en Fjör í Flóanum er fjölskyldu- og menningarhátíð sem verður haldin í Flóahreppi 24. - 27. maí næstkomandi.
Dagskráin fylgir hér á eftir og er vonandi að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er hellaskoðun, útileikhús, ratleikur, gönguferð, tískusýning, magadans, vorplöntur, forvitnilegt fyrirtæki, kaffi og terta eða eitthvað allt annað!
Verið velkomin í Flóahrepp að njóta náttúru, áhugaverðra viðburða og skemmtunar.
9. maí, 2007

Fjörið eykst í Flóanum!

Fjör í Flóanum – fjölskyldu- og menningarhátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. til 27. maí. Á boðstólum verður lífleg dagskrá sem er samsett af ýmiskonar viðburðum og kynningum á víð og dreif um Flóahrepp. Sem dæmi má nefna að Flóahreppur ætlar að hafa opið hús á skrifstofu sinni, einnig leikskólinn Krakkaborg, og sýning á ýmsu skemmtilegu verður

15. febrúar, 2007

Leiksviðið í rétta hæð

Undanfarna daga hafa nokkrir galvaskir ungmennafélagar unnið að miklum framkvæmdum á leiksviði Þingborgar. Þetta tengist uppsetningu