8. september 2009

Viðvera Atvinnuþróunarfélagsins

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í

Flóahreppi, miðvikudaginn 16. september n.k. á skrifstofu Flóahrepps,

Þingborg, milli klukkan 10 og 12.

Nýtið tækifærið að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir

og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480 8210.

Allir velkomnir!

8. september 2009

Göngum í skólann – átak sett í Flóaskóla

Átak á landsvísu - "Göngum í skólann" - verður formlega sett í Flóaskóla miðvikudaginn 9. september kl. 10:00.  Átakinu er ætlað að hvetja börn í þéttbýli til að ganga í skólann og gæta fyllsta öryggis í umferðinni.  Í Flóaskóla eru nemendur að sjálfsögðu ekki  hvattir til að ganga í skólann þar sem fjarlægðir milli heimilis og skóla eru miklar.  Hins vegar mun aðkoma Flóaskóla að verkefninu vekja athygli á þeim grunnskólanemendum sem ekki geta búsetu sinnar vegna gengið í skólann og hvað þeir geti gert til að sýna sem mest öryggi í og við skólabíla. 
3. september 2009

Viðbragðsáætlun vegna inflúensu

Flóaskóli hefur nú lokið vinnu við viðbragðsáætlun vegna inflúensu í samræmi við viðbragðsáætlun almannavarna.  Foreldrar nemenda eru hvattir til að kynna sér áætlunina en hún er undir tengli til vinstri á þessari síðu undir "Skólar".
Mikil áhersla er lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir vegna smithættu, sem m.a. felast í því að þvo hendur oft yfir daginn og spritta þær með sótthreinsandi vökva.  Ræsting gerir ráð fyrir sótthreinsun snertiflata, svo sem á hurðarhúnum, borðum og bekkjum. 
Hafi foreldrar fyrirspurnir vegna þessa geta þeir snúið sér til skólastjórnenda.
3. september 2009

Opnunartími skrifstofu

Opnunartími skrifstofu Flóahrepps er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 – 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 – 13:00.

26. ágúst 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 2. september kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar:
17. ágúst 2009

Skólabyrjun Flóaskóla

Skólasetning Flóaskóla verður mánudaginn 24. ágúst kl. 14:00 í félagsheimlinu Þjórsárveri.  Foreldrar eru beðnir um að mæta með börnum sínum.  Kennsla hefst þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:10 samkvæmt stundaskrám.
14. ágúst 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður mánudaginn 17. ágúst n.k. kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
29. júlí 2009

Vaktsími Vatnsveitu Flóahrepps

Vaktsími Vatnsveitu Flóahrepps vegna bilana er 862-6848.
28. júlí 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn fimmtudaginn 30. júlí n.k. kl. 20:30 í Þingborg.
Dagskrá fundar má sjá hér.