Íbúafundur verður haldinn í Þjórsárveri 25. júní 2007 kl. 20.30 þar sem lögð verða fram drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps til kynningar ásamt breytingum á aðalskipulagi Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps.
Flóahreppur auglýsir íbúðarlóð lausa til úthlutunar í Brandshúsahverfi, skammt frá Félagslundi.
Í Brandshúsahverfi eru skipulagðar 7 íbúðarlóðir. Fjarlægð frá Selfossi er um 13 km, bundið slitlag alla leið.
Lóðin er 2.116 m2 að stærð samkvæmt lóðablaði og er tilbúin til framkvæmda af lóðarhafa.
Auglýst er eftir flokkstjóra unglingavinnu, 17 ára eða eldri, í Flóahreppi frá 11. júní til 19. júlí.
Unnið verður 4 daga vikunnar, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9.00-16.00.
Tekið er á móti skráningum á skrifstofu sveitarfélagins í síma 482-3260 frá kl. 9.00-13.00.
Embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu auglýsir eftir aðstoðarmanni skipulagsfulltrúa í 50% stöðu sem gæti síðar aukist í allt að 75-100%.
Auglýst er eftir heimilisaðstoð á tvo staði í sveitarfélaginu, fjóra tíma í viku á hvorum stað. Frekari upplýsingar hjá sveitarstjóra í síma 482-3260 frá kl. 9.00-13.00
Auglýst er eftir unglingum, 13 ára og eldri til vinnu í sumar í vinnuskóla sveitarfélagsins frá 11. júní til 19. júlí.
Kjörfundur í Flóahreppi vegna alþingiskosninga laugardaginn 12. maí 2007 verður haldinn í Félagslundi frá kl. 12.00-22.00.
Kjósendur eru minntir á að taka með sér persónuskilríki.
Kjörstjórn