28. febrúar, 2008

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2008.
Fundargerð má sjá hér.
22. febrúar, 2008

Frá Félagslundi

Vegna forfalla er félagsheimilið Félagslundur laust til útleigu á Skírdag, fimmtudaginn 20. mars.
Upplýsingar hjá húsverði í síma 692-8565
22. febrúar, 2008

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður í Þingborg miðvikudaginn 27. febrúar 2008 kl. 20.30.
Fundur sem vera átti miðvikudaginn 5. mars fellur niður.
Dagskrá fundar má sjá hér
10. febrúar, 2008

Snjómokstur

Vegagerðinni hefur verið sent bréf vegna snjómoksturs á þeim vegum sem hún sér alfarið um, Villingaholtsvegi (305) og Gaulverjabæjarvegi (33) en samkvæmt vegaáætlun Vegagerðar eru þessir vegir aðeins mokaðir tvisar í viku.

Flóahreppur rekur skóla við Villingaholtsveg, Flóaskóla og þar er einnig félagsheimilið Þjórsárver.

8. febrúar, 2008

Menningarráð Suðurlands

Menningarráð Suðurlands auglýsir viðveru menningarfulltrúa vegna úthlutunar á menningarstyrkjum vorið 2008

Viðtalstími menningarfulltrúa, Dorothee Lubecki verður fimmtudaginn 21. febrúar kl. 10:00-11:30 í Flóahreppi

Einnig er hægt að hafa samband í síma 480-8207 / 896-7511 eða með netpósti: menning@sudurland.is

Frekari upplýsingar og eyðublöð eru á heimasíðu http://www.sudurland.is/

7. febrúar, 2008

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð fundar sveitarstjórnar frá 6. febrúar er komin á heimasíðuna og má sjá hér.
5. febrúar, 2008

Grímuball

Foreldrafélag Flóaskóla stendur fyrir grímuballi að kvöldi sprengidags, þriðjudagskvöldið 5. febrúar. Grímuballið verður í Þingborg kl. 20:00-21:30. Fjölskyldur nemenda eru hvattar til að mæta með þeim. Allir í búningum eða með hatta! Aðgangseyrir er enginn en sjoppan verður opin.
4. febrúar, 2008

Þorrablót í Þjórsárveri

Þorrablót í Þjórsárveri verður haldið laugardagskvöldið 9. febrúar og hefst samkoman klukkan 21:00 en húsið opnar hálftíma fyrr. Dagskráin hefst með borðhaldi, síðan taka við heimatilbúin skemmtiatriði og að lokum mun Kiddi Bjarna frá Selfossi halda uppi fjörinu á dansgólfinu fram á rauða nótt. Miðapantanir eru hjá Hjördísi og Geir í síma 486-3354, eða hjá Óla og Kristínu í síma 486-3317 í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 5. febrúar.

Mætum öll á blótið og tökum með okkur gesti!

Þorrablótsnefndin.

4. febrúar, 2008

Sveitarstjórnarfundur

Fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.30
Efni fundar má sjá hér.